Fréttir

Samfélag. Pastors pistill. Í 1. Jóh.1.7. segir: En ef vér göngum í ljósinu, eins og Hann er sjálfur í ljósinu, þá höfum vér samfélag hver við annan og blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd. Fil 2.1 Ef nokkurs má sín upphvatning í nafni andans, ef kærleiksávarp ef samfélag andans…, Post.2. 46 Daglega komu þeir saman… Matt 18.20 : Því hvar sem …

Myndbönd opnast hægt

Því miður hefur orðið breyting á kerfinu hjá 123.is þar sem síðan okkar er hýst. Eflaust hafa allir tekið eftir því að myndböndin opnast á annan hátt og tekur nú mun lengri tíma. Fyrir þá sem eru með ódýrustu tengingu símans hefur það tekið upp í 16 mínútur að opna myndband. Hins vegar opnast sama myndband hjá mér á 2 …

Heimsókn frá Arken

Vikuna 3-11 maí munu hjónin Sigmund Leví Varðarson og Anna Rósa Pálmarsdóttir heimsækja Hvítasunnusöfnuði á Íslandi, með þeim í för verður Stig Engilbrektsen sem er smurður af Guði til að þjóna í lofgjörð. Sigmund og Anna Rósa tilheyra Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í Reykjavík en hafa stundað nám á Biblíuskólanum Jesús læknar og endurreisir í Svíþjóð síðastliðin 3 ár og koma nú …

Eitthvað að lagast

Eitthvað er kerfið að lagast þótt ekki sé það gott. Það vantar ennþá nokkur myndbönd. Reyndar tekur núna um tvær mínútur að opna myndböndin, en ég vona að þetta verði fært í sitt fyrra horf. kv. Kristinn

Myndbönd og myndir

Því miður virðast flestöll myndbönd hafa dottið út, þegar kerfið hjá 123.is var uppfært. Við bíðum svara frá 123.is Vonumst til  að koma þessu í lag sem fyrst. kv. Kristinn

Góðar páskasamkomur að baki

Það sem byrjar sem tilhlökkun og eftirvænting er nú góð minning og endurnæring. Við vorum með frábæra gesti frá Færeyjum um páskana. Einn af þeim Nikulás Jóhannsson er reyndr hér enn. En hann tilheyrði söfnuðinum okkar hér um nokkurra ára skeið, áður en hann flutti til Færeyja. Við vorum með góða söngsamkomu í Ytri-Njarðvíkurkirkju á föstudaginn langa, sem þú getur horft …

Samkomur um páska með gestum frá Færeyjum

Um  páskana verða með okkur góðir gestir frá Sandö Færeyjum, sem munu taka þátt í samkomunum með okkur . Þetta er fimm manna hópur og einn þeirra tilheyrði reyndar okkar kirkju um nokkura ára skeið. En dagskráin verður sem hér segir: Skírdagur Alfa námskeið kl. 19.00 Föstudagurinn langi kl. 20:30 Samkoma í Njarðvíkurkirkju. Söngsamkoma þar sem eftirtaldir koma fram: Gospel …

Tónleikar

Idol-söngkona frá Ísrael á Íslandi Hin frábæra söngkona, Israela Assogo, sem varð í öðru sæti í Idol í fyrra mun syngja hér í Reykjavík mánudagskvöldið 4. febrúar n.k. Israela tilheyrir hópi Gyðinga sem búa í Eþíópíu, og hafa verið að flytja til Landsins helga undanfarin ár. Þessi heillandi söngkona hefur slegið rækilega í gegn í heimalandi sínu og víðar , …

Alfa í Keflavík

Alfa kynning verður fimmtudaginn 17 jan kl. 20.00. Þú kemur og athugar hvort Afla er námskeið sem höfðar til þín, Án allra skuldbindinga Alfa námskeiðið hefst síðan fimmtudaginn 24 jan kl. 19.00 Námskeiðið stendur yfir í 10 vikur og er á fimmtudögum. Hvítasunnukirkjan Hafnargötu 84  Keflavík Upplýsingar í síma 6977993  og 8936565 s 8992212

Skírnarsamkoma

Í morgunn var skírnarsamkoma hér í Keflavík. Ungur maður sem er búinn að hugsa málið nokkurn tíma tók nú skírn. Ef þið skoðið nýjasta myndbandið þ.e. frá 2. des þá sjáið þið skírnarathöfnina og vitnisburð hans. Kristinn