Orð til umhugsunar

Trúarinnar góða barátta, Páll segir að baráttan sé góð, vegna þess að sigurinn er unninn um leið og þú tekur þá ákvörðun að berjast. Af hverju, jú Jesús hefur þegar unnið sigurinn og um leið og við ákveðum að berjast trúarinnar góðu baráttu, þá staðsetjum við okkur í Kristi eða í sigri Hans. 1.Tím 6:12 og Róm 8: 37. Lífið …

Tveir nýir lestrar.

Vil vekja athygli á tveim nýjum lestrum inn á hljóðbönd. Þetta er kennsla um Heilagan anda og er kennari Deborah Guðjónsson.

Styrktartónleikar í Ytri Njarðvíkurkirkju

Við höldum tónleika til styrktar Barnahjálpinni okkar í Nakuru Kenya föstudaginn 23 janúar í Ytri Njarðvíkurkirkju kl.20.00. Þeir sem koma fram eru. Gospel kórinn Kick frá Hjálpræðishernum í Reykjanesbæ Barnagospel kór einnig frá Hjálpræðishernum. Herbert Guðmundson Wide Range Gospel Band Hvítasunnukirkjunni Keflavík Aðgangur er ókeypis, en við bjóðum fólki að vera með í að byggja drengjaheimili í Kenya.

Alfanámskeið

Vil minna á að Alfa námskeiðið hefst núna á fimmtudaginn 22.sept kl.19.00. Það ennþá hægt að skrá sig í síma 6977993 eða á hvitkef@imet.is. Alfa námskeiðið verður ókeypis að þessu sinni.

Alfakynning

Alfakynning verður í Hvítasunnukirkjunni þriðjudaginn 13. janúar kl.20.00 Þriðjudaginn 13 janúar kl. 20.00. verður kynningarkvöld á Alfa í Hvítasunnukirkjunni Hafnargötu 84.Þetta kvöld er opið öllum og ókeypis og einungis kynning til að hjálpa þér að ákveða hvort Alfa er námskeið fyrir þig . Alfa námseiðið hófst í Englandi fyrir u.þ.b. 20 árum. Námskeiðið er nú haldið í um 130 löndum …

Nýárssamkomur

Nýársdagur kl.00:30 Lofgjörðarstund Stutt samkoma þar sem við leggjum árið í Guðs hendur. Nýársdagur kl.20.00 Fagnaðarsamkoma, sameiginleg með Hjálpræðishernum. Mikill söngur og ræðurmaður verður Wouter van Gooswilligen. Samkoman er haldin að Hafnargötu 84.

Hljóðbönd komin í lag

Nú eru kominn inn nokkur ný hljóðbönd. Eins og flestir vita sem nota síðuna okkar þá hafa verið smá hnökrar í kerfinu, en nú er það komið í lag. Hins vegar höfum við ekki sett in myndbönd, meðan það tekur svo langan tíma að hlaða þeim inn á síðuna. En vefstjórinn segir okkur að það standi til bóta eftir áramót. …

Góð ferð til Tulsa Oklahoma

Við fórum tveir Aðalbjörn Leifsson ásamt undirrituðum á kristilega ráðstef’nu í Tulsa, nú í byrjun Október. Kirkjan sem við sóttum heim nefnist „Prayer Center “ og er ekki mikið þekkt. En það sem dregur okkur þangað í 3 skipti er, sterk nærvera Guðs og heilbrigð kennsla. Sá sem veitir starfinu forstöðu heitir Dave Robersson og var hann trúboði til margra ára …

Frábærir tónleikar

Nú eru frábærir tónleikar að baki. Húsfyllir var á Ránni s.l. laugardagskvöld, þegar GIG og Kærleiksbandið ásamt söngvurum frá UNG, sungu sig inn í hjörtu áheyrenda. Hægt er að horfa á hluta af tónleikunumhér_ Skrifað af Kristinn Ásgrímsson

Tónleikar á Ránni

N.k. laugardag 20.sept kl. 20.00 verða Gospel Invasion Group ásamt Kæreiksbandinu frá Keflavík með tónleika á veitingahúsinu Ránni að Hafnargötu Keflavík. Aðgangur er ókeypis. G.I.G. eða Gospel Invasion Group ætlar að kynna nýútkomin disk, sem verður til sölu á staðnum. Einnig ætlum við að minna á Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Kenya með því að selja penna til styrktar drengjaheimili . Allir …