Góð ferð til Tulsa Oklahoma

Við fórum tveir Aðalbjörn Leifsson ásamt undirrituðum á kristilega ráðstef’nu í Tulsa, nú í byrjun Október. Kirkjan sem við sóttum heim nefnist „Prayer Center “ og er ekki mikið þekkt. En það sem dregur okkur þangað í 3 skipti er, sterk nærvera Guðs og heilbrigð kennsla. Sá sem veitir starfinu forstöðu heitir Dave Robersson og var hann trúboði til margra ára og þjónaði með mönnum eins og Lester Sumrall, Kenneth Hagin o.fl.
En fyrir u.þ. b. 12 árum kallaði Guð hann til bæna og til að leita auglitis Guðs, sem hann hefur trúfastlega gert undanfarin ár og leiðir nú um 4-5 hundruð manna kirkju, ásamt því að hafa áhrif út um allan heim í gegnum bók sína: „The walk of the Spirit the walk of power.“ Bókin hefur verið þýdd á þó nokkur tungumál nú síðast á rússnesku. Fjallar bókin um þann lykil sem Guð hefur gefið sinni kirkju í “ tungutalinu“

Dave hefur einning kennt um endurfæðinguna í u.þ.b. 60 klst þar sem hann kennir um frelsi frá lögmálinu, ásamt þeirri obinberun sem felst í því að vera “ Endurfæddur“
Ég held að við sem kirkja höfum oft tilhneingu til að gleyma hve öflugir þættir grundvallaratriðin eru og hve mikil lausn er fólgin í endurfæðingunni og skírn heilags anda.
Ef þú ert endurfæddur, ertu þá ennþá bara syndari frelsaður af náð ? Eða ert þú ný sköpun ? Nýr maður?  Ef þú varst alkóhólisti, endurfæddist þú þá aftur sem slíkur ? Viðkvæmt umræðuefni fyrir suma, ég veit ekki af hverju. Biblían er skýr, þú ert nýr maður, hið gamla varð að engu.

Við heimsóttum einnig Victory kirkjuna, sem er leidd af Billy og Sharon Daugherty. Þau hafa nýverið lokið stórri kirkju byggingu sem er skuldlaus. Og nú voru þau að kaupa land við hliðina, sem eigendur gátu ekki haldið vegna kreppu. Þannig að ekki virðist vera kreppa í Guðs ríkinu.
Það sem vakti athygli okkar þar er hversu öflugt barna og unglingastarf er í þeirri kirkju. Einnig eru þeir að koma upp nokkurs konar sköpunar setri eða safni. Þeir hafa tekið sterka afstöðu með kenningu biblíunnar um sköpun og fara ekki í málamiðlun.

Við komum síðan andlega endurnærðir heim á laugardagsmorgni, og því miður voru það ekki góðar fréttir sem biðu hér af efnahagsástandinu.
En er kannski tími til að innleiða “ Ríki Guðs “  á Íslandi ?   Já, Jesús sagði okkur að leita fyrst Guðs ríkisins, og þá myndi allt annað veitast að auki.
Guð blessi þig í Jesú nafni sem þetta lest.