Alfa námskeið í Hvítasunnukirkjunni Keflavík í Janúar.

Hvað er Alfa ?  Alfa hófst í Englandi fyrir u.þ.b. 40 árum og hefur verið haldið um 130 löndum. Árið 2002 var áætlað að um 4 milljónir hafis sótt námskeiðið.  Alfa er tíu vikna námskeið, einu sinni í viku þar sem fjallað er um grundvallaratriði kristinnar trúar á einfaldan og þægilegan hátt. Auk þess fara þáttakendur eina helgi saman út …

Dagskrá í Desember

  Samkomur alla sunnudaga kl. 11.00  Bænasamkomur þriðjudaga og föstudaga. Sérstakar uppákomur: Föstudagurinn 15. Desember kl.20.00  Kvikmyndasýning Föstudagurinn  29. Desember   kl. 18.00  Matarkvöld og samfélag. Jólasamkoman 24. Desember  kl. 11.00    Ath breyttan tíma. Bænasamkoma fellur niður 26.  Des  annan í jólum. Gamlársdagur (Sunnudagur)  kl. 11.00  Þakkargjörð og vitnisburðir.

Heimsókn Keith Wheeler yfir ljósanótt.

  Vinur okkar Keith Wheeler , er væntanlegur til landsins í lok ágúst. Keith hefur farið með krossinn til 185 landa undanfarin 38 ár. Hann lýsir því svo , að Guð hafi kallað hann til að vera boðberi friðar og sáttargjörðar. Keith mun vera með okkur í Hvítasunnukirkjunni Keflavík á ljósanótt. Hann mun tala á í kirkjunni okkar, sem hér …

Páskamót 2023

Við erum með mót um næstu páska frá  6-9 apíl 2023. Gestir okkar verða Alan Taylor frá Tulsa og Tummas Jackobssen frá Færeyjum. Dagskrá verður auglýst síðar.

Haustmót 4-6 nóvember.

Haustmót Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík dagana 4-6 nóvember 2022. Við fáum góða gesti , bæði frá Færeyjum og U.S.A. Alan Tylor verður aðal ræðumaður og einnig mun vinur okkar Tummas Jacobsen þjóna til okkar, kannski meira í söng í þetta skipti. Tummas þarf vart að kynna, hefur verið forstöðumaður Fíladelfíu í Þórshöfn til margra ára og margsinnis heimsótt okkur hér. Alan …

Páskamót

Lena Løbner verður gestur okkar um páskana.  Söngsamkoma á skírdag kl.20.00       Lofgjörðarstund á föstudag kl.20.00, þar sem hún einnig deilir með okkur frá sínu hjarta. Samkoma á páskadag kl. 11.00 Nánar auglýst síðar.    

Biblíufræðsla

Við byrjuðum í dag, nýja samkomu sem er kl. 13:30 og við köllum biblíufræðsla. Samkoman er 1klst og stendur til 14:30, alla sunnudaga. Þú getur fylgst með á opinni síðu á facebook sem heitir: Biblíufræðsla í Hvítasunnkirkjunni, Keflavik. Snorri Óskarsson var með frábæra kennslu í dag um lögmál og erfikenningar eða munin þar . Getur verið að við séum með …

2 sunnudagssamkomur.

Tvær sunnudagssamkomur ! Við byrjum n.k. sunnudag 3 Okt með aðra samkomu kl.13:30 sem verður , biblíufræðsla í 1 klst. Snorri Óskarsson , byrjar á að kenna um lögmál Móse og erfikenningar Farísea. Er munur þar á ? Fyrri samkoma kl.11.00 með lofgjörð og prédikun á sínum stað. Allir velkomnir. Nú er tíminn til að þekkja ritningarnar. Leiðsögn lífsins.

Samkomutakmörkum lokið og breyttur útsendingartími.

Nú er samkomutakmörkunum lokið, svo óhætt fyrir alla að mæta í kirkju. Þess vegna ætlum við að breyta útsendingartíma á sunnudagsmorgnum. Við byrjum að senda út kl. 11.30, þannig að við sendum út kannski eitt lag og síðan prédikun. Síðan erum við að leita að fólki í barnastarf, ef Guð er að kalla þig, hafðu þá samband.