Heimsókn Keith Wheeler yfir ljósanótt.

  Vinur okkar Keith Wheeler , er væntanlegur til landsins í lok ágúst. Keith hefur farið með krossinn til 185 landa undanfarin 38 ár. Hann lýsir því svo , að Guð hafi kallað hann til að vera boðberi friðar og sáttargjörðar. Keith mun vera með okkur í Hvítasunnukirkjunni Keflavík á ljósanótt. Hann mun tala á í kirkjunni okkar, sem hér …

Páskamót 2023

Við erum með mót um næstu páska frá  6-9 apíl 2023. Gestir okkar verða Alan Taylor frá Tulsa og Tummas Jackobssen frá Færeyjum. Dagskrá verður auglýst síðar.

Haustmót 4-6 nóvember.

Haustmót Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík dagana 4-6 nóvember 2022. Við fáum góða gesti , bæði frá Færeyjum og U.S.A. Alan Tylor verður aðal ræðumaður og einnig mun vinur okkar Tummas Jacobsen þjóna til okkar, kannski meira í söng í þetta skipti. Tummas þarf vart að kynna, hefur verið forstöðumaður Fíladelfíu í Þórshöfn til margra ára og margsinnis heimsótt okkur hér. Alan …

Páskamót

Lena Løbner verður gestur okkar um páskana.  Söngsamkoma á skírdag kl.20.00       Lofgjörðarstund á föstudag kl.20.00, þar sem hún einnig deilir með okkur frá sínu hjarta. Samkoma á páskadag kl. 11.00 Nánar auglýst síðar.    

Biblíufræðsla

Við byrjuðum í dag, nýja samkomu sem er kl. 13:30 og við köllum biblíufræðsla. Samkoman er 1klst og stendur til 14:30, alla sunnudaga. Þú getur fylgst með á opinni síðu á facebook sem heitir: Biblíufræðsla í Hvítasunnkirkjunni, Keflavik. Snorri Óskarsson var með frábæra kennslu í dag um lögmál og erfikenningar eða munin þar . Getur verið að við séum með …

2 sunnudagssamkomur.

Tvær sunnudagssamkomur ! Við byrjum n.k. sunnudag 3 Okt með aðra samkomu kl.13:30 sem verður , biblíufræðsla í 1 klst. Snorri Óskarsson , byrjar á að kenna um lögmál Móse og erfikenningar Farísea. Er munur þar á ? Fyrri samkoma kl.11.00 með lofgjörð og prédikun á sínum stað. Allir velkomnir. Nú er tíminn til að þekkja ritningarnar. Leiðsögn lífsins.

Samkomutakmörkum lokið og breyttur útsendingartími.

Nú er samkomutakmörkunum lokið, svo óhætt fyrir alla að mæta í kirkju. Þess vegna ætlum við að breyta útsendingartíma á sunnudagsmorgnum. Við byrjum að senda út kl. 11.30, þannig að við sendum út kannski eitt lag og síðan prédikun. Síðan erum við að leita að fólki í barnastarf, ef Guð er að kalla þig, hafðu þá samband.

Samkomutakmarkanir.

Kæru vinir, nú eru enn einu sinni hertar samkomutakmarkanir, þannig að við viljum biðja þá sem hafa tölvu að fylgjast með heima á sunnudögum kl.11.00 á keflavikgospel.is Samkoman er einnig aðgengileg síðar á facebook síður kirkjunnar. Við höldum áfram með okkar bænasamkomur kl.17.00 á þriðjudögum og föstudögum kl.20.00 .

Samkomur um jól og áramót

Við höfum samkomu á sunnudögum á vefsíðunni okkar: keflvikgospel.is Samkoma sunnudaginn 20 des en samkoma fellur niður sunnudaginn 27 des. Síðan ætlum einnig að senda út jólasamkomu á aðfangadag kl.17.00, sá tími sem við erum vön að koma saman. Við fellum niður bænasamkomur á jóladag og nýársdag, sem eru föstudagar, en þriðjudagsbænastundir halda sér yfir jól og áramót. Eftir áramót …