Hvað er Alfa ? Alfa hófst í Englandi fyrir u.þ.b. 40 árum og hefur verið haldið um 130 löndum. Árið 2002 var áætlað að um 4 milljónir hafis sótt námskeiðið. Alfa er tíu vikna námskeið, einu sinni í viku þar sem fjallað er um grundvallaratriði kristinnar trúar á einfaldan og þægilegan hátt. Auk þess fara þáttakendur eina helgi saman út úr bænum.
Um hvað er rætt á Alfa? Hver er tilgangur lífsins ? Hver var og er Jesús Kristur ? Hvernig varð biblían til ? Hvað heimildir eru til utan biblíunnar um Krist ? og margt fleira.
Hver samvera hefst með léttum kvöldverði , síðan er kennsla af myndbandi, 25 mín sem er á ensku, en með íslenskum texta . Eftir það eru umræður í hópum um efnið.
Kynnig verður á námskeiðinu í kirkjunni okkar að Hafnargötu 84 kl.18.00 mánudaginn 22. janúar og þá hægt að skrá sig. Einnig hægt að skrá sig á ….hvitkef@simnet.is
Námskeiðið hefst síðan mánudaginn 29. janúar kl.18.00 .
Námskeiðið er ókeypis, en einhver kostnaður er við helgina sem er 5 vikum eftir að námskeið hefst, allt nánar kynnt á kynningarkvöldi.