Kirkjan máluð.

Nú stendur yfir vinna við að mála kirkjuna frá toppi til táar.  Byrjað var á að háþrýstiþvo alla kirkjuna og þakið. Síðan var þakið málað.  Og þar á eftir veggir slípaðir og síðan dreginn upp filt múr á veggi til að slétta áferð. Gluggar einnig slípaðir og málaðir. Ítarlegasta yfirferð í mörg ár. Verkinu stjórnar Hilmar Kristinsson , ásamt sínum mönnum.