Færeyjaferð

Nú er að koma að Færeyjarferð. Reyndar virðast vera verkföll í aðsigi og óvissa með alla atvinnustarfsemi. En eins og staðan er í dag, þá stefnum við á að fara 2.júní og koma heim hinn 8 sama mánaðar. Tilgangur fararinnar er að efla tengsl okkar við Færeyjar og einng að boða Guðs orð þar. Við verðum með mót ásamt tveimur …

Keith Wheeler

Við höfum haft þennan yndislega Guðs mann hér í Keflavík yfir páskahátíðina. Á undanförnum 30 árum hefur Keith farið til 200 landa. Saga hans minnir um margt á sögu Páls postula, báðir grýttir, komist í hann krappan, verið í fangelsi , staðið fyrir framan aftökusveit. Og allt snýst þetta um að sýna heiminum að Guð er kærleikur og að hann …

Athugasemd við breytingu á lögum um Guðlast

Set hér fyrir neðan athugasemd mína við breytingu á lögum um „Guðlast“ Frumvarpið snýst um að taka út refsiákvæði gegn Guðlasti á sama tíma og alþingi hefur sett önnur lög sem gera refsivert að hæðast að fólki. Set þá grein hér: Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, …

Bænamánuður að baki.

Janúar mánuður hefur liðið undur fljótt. Við byrjuðum mánuðinn með Bænaviku, þar sem við báðum bæn Jabezar frá 1. Kronikubók 4.9-10. Það má segja að við höfum haldið fast í þessa bæn allan mánuðinn. Höfum haft bænasamkomur 2 kvöld í viku eftir fyrstu vikuna og enduðum síðan mánuðinn með annarri bænaviku. Snorri Óskarsson sótti okkur heim helgina 23-25 janúar og …

Gleðilegt ár

Nýtt ár og ný tækifæri. Um leið og við lítum til baka og þökkum Guði fyrir yndislegt ár, þá horfum við með eftivæntingu til þess sem Guð hefur fyrir okkur á næsta ári. Við ætlum að byrja árið með bæn fyrstu vikuna og síðan höfum við bæastundir á þriðjudagskvöldum og föstudagskvöldum út janúar.Þannig er janúar bænamánuður. Og orðið sem við …

Gleðileg jól

Við í Hvítasunnukirkjunni í Keflavík óskum öllum nær og fjær gleðilegra jóla. Það er yfirleitt nóg að gera hjá öllum um og kannski aðallega fyrir jól. Við fórum nokkur í Bónus s.l. laugardag og gáfum jólagjafir og blessuðum og báðum fyrir fólki. Það var einnig farið á Dvalarheimili aldrara og höfð stund með eldri borgurmum sem okkur fannst mjög gefandi …

Kotmót

Núna um næstu helgi eða  30/7-04/8 er kotmót Kirkjulækjarkoti Fljótshlið.Þess vegna falla niður samkomur hér í  Keflavík um þessa helgi. Það er búið að gera flotta heimasíðu fyrir kotmót. Slóðin er: www.kotmot.is

Skírn

Sunnudaginn 20. júlí 2014 var skírnarsamkoma. Þar tók ung stúlka skírn og vildi með því feta í fótspor Jesú Krists. Hægt er að sjá myndir af skírninni í myndaalbúmum. Skrifað af Svandísi Hannesd.

Ferð í Stykkishólm

Sunnudaginn 13.júlí 2014 lögðu 50 einstaklingar frá Hvítasunnukirkjunni í Keflavík til Stykkishólms. Þangað komum við kl.13:15 og var þá skellt á einni samkomu með vitnisburðum, söng ásamt ræðu. Eftir samkomuna var öllum boðið í kaffi og með því síðan höfðum við 1 1/2 klst. til þess að skoða bæinn áður en lagt var af stað aftur heim. Þessi ferð tókst …

Minning

Farinn heim í Dýrðina. Ásgrímur Stefánsson fæddist á Siglufirði 4. október 1923. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 17. Janúar 2014. Foreldrar hans voru Stefán Grímur Ásgrímsson, f. 26. september 1899, d. 1. desember 1968, og kona hans Jensey Jörgina Jóhannesdóttir, f. 3. júlí 1893, d. 15. júlí 1958. Systkini Ásgríms eru Jón Arndal f. 7. desember 1920 d. 26. desember …