Sumarmót 2018

Nú er sumarmótið okkar sem haldið var í Keflavík að baki. Mótið tókst bara nokkuð vel og var nokkuð vel sótt. Það hófst á fimmtudagskvöld, með samkomu þar sem Aron Hinnriksson prédikaði. Það voru 19 manns sem komu frá Skopun í Færeyjum frá kirkju sem heitir Von. Þau leiddu lofgjörð fyrsta kvöldið. Nú á föstudagskvöldið færðum við okkur í Ytri Njarðvíkurkirkju og fengum Óskar Einarsson ásamt sönghóp frá Fíladelfíu til að leiða lofgjörð og Helgi Guðnason talaði um bænahúsið sem var yfirskrift þessa móts. Bæði á föstudag og laugardag voru morgunsamkomur , þar sem undirritaður talaði um „Bænahúsið“ .
Við leigðum okkur rútu og fórum í skoðunarferð eftir hádegi á föstudag um Reykjanesið og voru um 40 manns sem tóku þátt í þeirri ferð.
Á laugardaginn, átti að vera grill úti, sem við fluttum inn, en hins vegar hopuðu Royal Rangers hetjurnar frá Sykkishólmi hvergi og settu upp leiktækin fyrir börnin, meðan sumir hinir eldri horfðu á góða kvikmynd inni.
Laugardagskvöldið mættu um 90 manns og unglinga sveit Fíladelfíu leiddi lofgjörðina og var alveg frábær. Þannig að þetta kvöld var virkileg eining kynslóðanna.
Ásbjörn Kjærbo frá Færeyjum talaði um engla og verk heilags anda og talaði síðan inn í líf unglinganna.
Mótinu lauk á sunnudag, þar sem Samal Hanni prédikaði stórkostlega um bænaherbegið.
Virkilega uppörvandi mót.
Skrifað af Kristinn Ásgrímsson