Samkomutakmarkanir.

Kæru vinir, nú eru enn einu sinni hertar samkomutakmarkanir, þannig að við viljum biðja þá sem hafa tölvu að fylgjast með heima á sunnudögum kl.11.00 á keflavikgospel.is Samkoman er einnig aðgengileg síðar á facebook síður kirkjunnar. Við höldum áfram með okkar bænasamkomur kl.17.00 á þriðjudögum og föstudögum kl.20.00 .

Samkomur um jól og áramót

Við höfum samkomu á sunnudögum á vefsíðunni okkar: keflvikgospel.is Samkoma sunnudaginn 20 des en samkoma fellur niður sunnudaginn 27 des. Síðan ætlum einnig að senda út jólasamkomu á aðfangadag kl.17.00, sá tími sem við erum vön að koma saman. Við fellum niður bænasamkomur á jóladag og nýársdag, sem eru föstudagar, en þriðjudagsbænastundir halda sér yfir jól og áramót. Eftir áramót …

Sunnudagssamkomur

Samkomurnar okkar næstu 2 sunnudaga verða í beinni útsendingu hér á ..keflavikgospel.is , þar sem ekki mega koma saman fleiri en 20 manns núna í 2 vikur. Látum síðan vita hér, þegar við opnum aftur á sunnudögum. Hins vegar höfum við bænasamkomur áfram á þriðjudögum kl.17.00 og föstudögum kl 20.00. Einnig koma unglingarinr okkar saman á laugardögum kl.20.00

Kvikmyndasýning

Sýnum núna föstudaginn 2 0kt kl. 20.00 kvikmyndina Priceless. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis

Vetrardagskrá

Komið haust einu sinni enn og dagskrá okkar aðeins breytt. Við erum byrjuð að hittast á laugardögum kl.10.00 þar sem við tökum fyrir ákveðið efni og ræðum síðan málin. Snorri Óskarsson byrjaði og kennir þennan mánuð um, endatíma og endurkomu Krists. Þegar búið að vera 2 svar og alveg frábær kennsla hjá Snorra. Það er hægt fyrir ykkur sem ekki …

Ný heimasíða og samkomur hafnar á ný.

Komið þið sæl, eins og þið sjáið þá erum við búin að fá nýja heimasíðu, og hér á að vera hægt að fylgjast með því sem er að gerast í kirkjunni. Stefnan er að sunnudagssamkomur verði sendar út beint hér á síðunni, og síðan hægt að horfa á þær eftir á . Nú, við byrjuðum sunnudagssamkomur aftur 10 maí og …

Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss?

Í Nehemía 4.19 segir : Verkið er stórt og umfangsmikið, og vér erum tvístraðir á múrnum, langt í burtu hver frá öðrum….. Guð vor mun berjast fyrir oss. Á síðasta ári fórum við í gegnum Nehemía bók og töluðum um að reisa múrana, eða að aðskilja okkur frá öllu sem er okkar Guði vanþóknanlegt. Og nú erum við dreifð á …

Sumarmót 2018

Nú er sumarmótið okkar sem haldið var í Keflavík að baki. Mótið tókst bara nokkuð vel og var nokkuð vel sótt. Það hófst á fimmtudagskvöld, með samkomu þar sem Aron Hinnriksson prédikaði. Það voru 19 manns sem komu frá Skopun í Færeyjum frá kirkju sem heitir Von. Þau leiddu lofgjörð fyrsta kvöldið. Nú á föstudagskvöldið færðum við okkur í Ytri …

Páskasamkomur

Nú eru páskar framundan og þá minnumst við fórnardauða og upprisu Krists. Það er orðin hefð hjá okkur í Keflavík að fá til okkar gesti um páska. Núna fáum við 7 bræður frá Fíladelfíu Þórshöfn og verða þeir með okkur frá fimmtudegi til Sunnudags. Aðalræðumaður verður Tummas Jacobsen sem hefur veitt Fíladelfíu í Þórshöfn forstöðu í yfir 25 ár eða …

Kenyaferð.

Þá erum við rétt komnir heim úr frábærri ferð til Kenya. Ég undirritaður ásamt Snorra Óskarssyni fórum til Nakuru að kenna á biblíuskóla sem er rekin af bandarískum hjónum Paul og Donnu Tocco. Skólinn er þannig uppbyggður að boðið er upp á 3 tveggja mánaða kúrsa. Núna febrúar – mars var verið að kenna 2-3 stig. Það vour 21 nemandi …