Kenyaferð.

Þá erum við rétt komnir heim úr frábærri ferð til Kenya. Ég undirritaður ásamt Snorra Óskarssyni fórum til Nakuru að kenna á biblíuskóla sem er rekin af bandarískum hjónum Paul og Donnu Tocco. Skólinn er þannig uppbyggður að boðið er upp á 3 tveggja mánaða kúrsa. Núna febrúar – mars var verið að kenna 2-3 stig. Það vour 21 nemandi á skólanum núna. Mest eru þetta pastorar og leiðtogar sem aldrei hafa fengið neina menntun eða tilsögn í orði Guðs, bara frelsast og byrjað að prédika.
Þannig að við upplifðum mikið hungur eftir orði Guðs.

Einnig vorum við viðstaddir opnun á drengja heimili New Life Africa International, sem er rekið af dönsku hjónunum Leif og Susanne Madsen. Þar var opnunarhátíð sem stóð yfir í u.þ.b 6 klst.

Góð ferð alltaf gott að koma til Kenya.
Skrifað af Kristinn Ásgrímsson