Myndbönd opnast hægt

Því miður hefur orðið breyting á kerfinu hjá 123.is þar sem síðan okkar er hýst.
Eflaust hafa allir tekið eftir því að myndböndin opnast á annan hátt og tekur nú mun lengri tíma. Fyrir þá sem eru með ódýrustu tengingu símans hefur það tekið upp í 16 mínútur að opna myndband. Hins vegar opnast sama myndband hjá mér á 2 mínútum, með tengingu frá Vodafone, sem kostar reyndar jafnmikið og þessi tenging símans.
Þótt það sé umhugsunarefni, þá ætla ég nú ekki endilega að skipta mér af því hvar menn kaupa sér tengingu.
Ég hafði samband við 123.is og mér er tjáð að það sé verið að vinna að breytingu á þessum málum. Þannig að þetta muni breytast aftur og biðjum við því ykkur sem notið myndböndin að sýna þolinmæði á meðan. Gott að fá sér kaffisopa meðan myndin hleðst inn.
Kv. Kristinn