Fréttir

Samfélag.

Pastors pistill.

Í 1. Jóh.1.7. segir: En ef vér göngum í ljósinu, eins og Hann er sjálfur í ljósinu, þá höfum vér samfélag hver við annan og blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd.

Fil 2.1 Ef nokkurs má sín upphvatning í nafni andans, ef kærleiksávarp ef samfélag andans…,

Post.2. 46 Daglega komu þeir saman… Matt 18.20 : Því hvar sem tveir eða þrír koma saman

þar er ég mitt á meðal þeirra.

Samfélag trúaðra er mjög öflugt og þar er kraftur til staðar, vegna þess að Jesús Kristur er alltaf þar á meðal. Ég trúi að ef við virkilega gerðum okkur grein fyrir því hve samfélag er mikilvægt, þá myndum við sannarlega leggja meira á okkur að rækja og rækta það. Biblían er full af fyrirheitum, um samfélag. Í hnotskurn þá er samfélag trúaðra “ Líkami Krist“ Þar eru englar Drottins allt um kring, gjafir andans eru þar, og þar ríkir réttlæti friður og fögnuður í Heilögum anda. Höfum rétta forgangs röð, leitum fyrst Guðs ríkisins, tökum okkur tíma til að eiga samfélag hvert við annað og þá mun allt annað veitast okkur að auki. Drottin blessi þig.

 

Í júlí er heilmikið um að vera í kirkjunni okkar.

Fimmtudaginn 3 júlí fáum við heimsókn frá  suður Afríku, bróðir okkar Ron Botha verður með okkur, frábær prédikari.

Sunnudaginn 6 júlí verður síðan Herman Abrahams frá suður Afríku hjá okkur. Hann er einstakur biblíukennari.

 

Föstudaginn 4 júlí kemur til okkar 20 manna hópur frá Skopun Færeyjum og verða með okkur í viku og þjóna á samkomum með söng og vitnisburðum.

 

Við ráðgerum að fara til Grindavíkur með hópinn sunnudaginn 6 júlí og hafa þar samkomu í sal Slysavarnarfélagsins, í Björgunarsveitarhúsinu við höfnina. Við ráðgerum að samkoman verði kl.15.00.

 

Seinni partinn í Júlí eða 25-26 ætlum við að fara í ferð á Hvammstanga og til Siglufjaðar.

Ráðgert að hafa samkomu á Hvammstanga kl. 20.00 í kirkjunni þar og síðan í Siglufjarðarkirkju laugardaginn kl. 16.00.

 

Biblíuskóli hefst aftur í Ljósafoss skóla 14 júlí og er ennþá laust. Þormar Ingimarsson sótti skólann í júní og var mjög ánægður með veruna þar. Við hjónin sóttum kynningu á skólann og erum sannfærð um að þetta er góður og uppbyggilegur skóli, reyndar ætlaður fyrir leiðtoga og þá sem eru kallaðir til þjónustu.

 

Kristinn Ásgrímsson