Samkomur um páska með gestum frá Færeyjum

Um  páskana verða með okkur góðir gestir frá Sandö Færeyjum, sem munu taka þátt í samkomunum með okkur . Þetta er fimm manna hópur og einn þeirra tilheyrði reyndar okkar kirkju um nokkura ára skeið.
En dagskráin verður sem hér segir:

Skírdagur Alfa námskeið kl. 19.00

Föstudagurinn langi kl. 20:30 Samkoma í Njarðvíkurkirkju.

Söngsamkoma þar sem eftirtaldir koma fram:

Gospel Invasion Group frá Krossinum

Sönghópur frá Færeyjum

Sönghópur Kærleikans

Unglingahljómsveitin Papírus.

Tekin verða samskot vegna byggingar drengjaheimilis í Nakuru Kenya.

Laugardagur kl. 20.00 Samkoma Kærleikurinn

Páskadagur kl.11.00 Fjölskyldusamkoma tileinkuð börnum

Páskadagur kl. 20.00 Samkoma – Gestir frá Færeyjum