Sumardagskrá

Nú er komið sumar og það verða smá breytingar á samkomudagskrá hjá okkur. Biblíuskólinn er búinn að sinni, byrjar sennilega aftur í október. Í sumar verða engar fimmtudagssamkomur, hins vegar ætlum við að hafa opið hús á föstudögum frá kl. 18.00 og gera út á kaffihúsastemmingu. Fara með borð og stóla út á gangstétt fyrir framan kirkjuna okkar. Nú bænastundir …

Aðalfundur

Við héldum aðalfund kirkjunnar okkar í kvöld. Byrjuðum með yndislegri bænastund. Fórum yfir atburði síðasta árs, ásamt ársreikningum okkar. Síðan báðum við fyrir 2 nýjum öldungum kirkjunnar. Þeir eru: Karl Stefán Samúelsson og Stefán Guðjónsson. Karl Stefán kemur frá Svíþjóð, en talar frábæra íslensku, hann er giftur Sólrúnu Hlöðversdóttir. Stefán Guðjónsson er mörgum kunnur af útvarpsstöðinni Lindinni. Hann er giftur …

Biblíuskóli Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík

Sýn skólans er að þjálfa fólk til að:   „Að berjast trúarinnar góður baráttu.“ og höndla eilífa lífið.  Þriggja mánaða námskeið einu sinni í viku.   Hefst fimmtudaginn 2.apríl. kl.20.00.   Þú getur lesið nánar um skólan undir: Biblíuskóli Ekkert námsgjald Af hverju biblíuskóli ?   Jú, eins og segir í bréfi Páls til Tímóteusar: Legg kapp á að reynast hæfur fyrir …

Ef Guð er faðir

Mikil kennsla flæðir nú yfir kirkjuna um föðurhjarta Guðs og kærleika Hans til sinna barna. Og óhætt er að segja að sú fræðsla er vissulega tímabær og  hefur gefið nýja vakningu inn í kirkju Guðs. En það sem er mjög mikilvægt á vakningar tímum, er að halda því sem við höfum, þ.e. þeim grunni sem við byggjum á. Þegar Guð …

Sveigjanleiki

Var að glugga í gamlar glósur og fann þetta: “ Blessed are the flexible, they will bend and not brake“ Eða : “ Sælir eru hinir sveigjanlegu, þeir svigna en brotna ekki.“ Stundum getur verið gott að gefa aðeins eftir og halda sinni stöðu, í stað þess að vera stífur og missa sína stöðu. Kólossubréfið 4:6, Mál yðar sé ætið ljúflegt, en …

Orð til umhugsunar

Trúarinnar góða barátta, Páll segir að baráttan sé góð, vegna þess að sigurinn er unninn um leið og þú tekur þá ákvörðun að berjast. Af hverju, jú Jesús hefur þegar unnið sigurinn og um leið og við ákveðum að berjast trúarinnar góðu baráttu, þá staðsetjum við okkur í Kristi eða í sigri Hans. 1.Tím 6:12 og Róm 8: 37. Lífið …

Tveir nýir lestrar.

Vil vekja athygli á tveim nýjum lestrum inn á hljóðbönd. Þetta er kennsla um Heilagan anda og er kennari Deborah Guðjónsson.

Styrktartónleikar í Ytri Njarðvíkurkirkju

Við höldum tónleika til styrktar Barnahjálpinni okkar í Nakuru Kenya föstudaginn 23 janúar í Ytri Njarðvíkurkirkju kl.20.00. Þeir sem koma fram eru. Gospel kórinn Kick frá Hjálpræðishernum í Reykjanesbæ Barnagospel kór einnig frá Hjálpræðishernum. Herbert Guðmundson Wide Range Gospel Band Hvítasunnukirkjunni Keflavík Aðgangur er ókeypis, en við bjóðum fólki að vera með í að byggja drengjaheimili í Kenya.

Alfanámskeið

Vil minna á að Alfa námskeiðið hefst núna á fimmtudaginn 22.sept kl.19.00. Það ennþá hægt að skrá sig í síma 6977993 eða á hvitkef@imet.is. Alfa námskeiðið verður ókeypis að þessu sinni.