Frábær heimsókn

Um þessar mundir er hér á landi 4 manna hópur frá Höfðaborg  S-Afríku, eins og sagt var frá hér í síðustu færslu. Í hópnum eru 3 karlmenn og ein kona. Þau eru hér á landi í boði Vonarhafnar Kristlegs starfs í Hafnarfirði. Þar verða samkomur nú um helgina föstudag, laugardag og sunnudag kl. 20.00 alla dagana. Hópurinn fór í þessari …

Heimsókn frá Afríku

Næsta sunnudag verða með okkur góðir gestir frá Afríku. Ræðumaður verður Herman  Abrahams, sem hefur  talað áður hjá okkur í Keflavík. Hópurinn kemur frá alþjóðlegum samtökum, sem heita Kingdom Ministries International. Herman er frábær biblíukennari og ástæða til að hvetja alla sem hafa tækifæri, til að koma í Hvítasunnukirkjuna í Keflavík n.k. sunnudag 1 júlí kl.11.00. Ef þú vilt vita …

Tryggan vin, hver finnur hann ?

Í orðskviðunum 20.6. segir : “ Margir menn eru kallaðir kærleiksríkir, en tryggan vin hver finnur hann. Hvort viltu eiga tryggan vin eða frægan vin ? Hollywood segir þér, að þú sért eitthvað, sem þú ert ekki. Guð segir þér hins vegar að hann geti gert eitthvað úr þér sem þú  ekki ert. Trúmennska, hvað er það ? Traust ? …

Lög Guðs og lög manna

N.k Fimmtudag kl.20.00 verður Einar Gautur Steingrímsson hrl  gestur okkar og  ræðumaður og ætlar að fjalla um efnið : Lög Guðs og lög manna. Er eitthvað líkt með þessu ? Láttu sjá þig. Skrifað af Kristinn Ásgrímsson

Myndband frá Kenya

Um páskana var Hvítasunnukirkjan Keflavík með tónleika í Stapanum til styrktar hjálparstarfi í Kenýa. Þetta hjálparstarf er rekið af dönskum hjónum Susanne og Leif Madsen. Þau komu hér við fyrir u.þ.b. 3 árum og kynntu starfið sitt á Kotmóti. Í tilefni af þessu höfum við sett in Myndband frá þessu starfi. Þeir sem vilja kynna sér nánar þetta starf geta …

Nýr öldungur í kirkjunni okkar

Á síðasta aðalfundi 10 apríl var settur inn nýr öldungur í kirkjuna. Hann heitir Björgvin Tryggvason og hefur tilheyrt kirkjunni undanfarin 10 ár. Hann er tveggja barna faðir og giftur Kristínu Jónsdóttur sem sér um barnastarfið í kirkjunni. Björgvin stundaði nám á biblíuskóla Livets Ord í Uppsala Svíþjóð í 2 ár. Við bjóðum Björgvin velkominn til starfa og óskum honum og …

Frábær Færeyjarferð

Við hjónin fórum til Færeyja á núna á föstudaginn 20.4.  að heimsækja vini okkar á Sandö, Nikka og Gunnhild og kirkjuna þeirra. Að koma til Færeyja er alveg einstök upplifun, þarna virðast allir vera ein stór fjölskylda. Með okkur í för var ung stúlka okkur tengd,sem heillaðist svo að staðnum að hún fékk að vera eftir um stund. Við vorum …

Biblíuskólanemar í Keflavík

Biblískólinn MCI er á förum til Pakistan og þau ætla að heimsækja okkur í Keflavík núna fimmtudaginn 26. apríl kl. 20.00. Við ætlum að styðja við bakið á þeim og taka þátt, með því að taka fórn fyrir þau. Það er frábært að fylgjast með þessu unga fólki sem hefur helgað Guði líf sitt. Samkoman annað kvöld verður í þeirra …

Góðar fréttir frá Írak

Við hjónin fórum til Tulsa Oklahoma í byrjun nóvember á kristilegt mót, þar sem fólk frá mörgum þjóðum kom saman. Fyrsta kvöldið á þessu móti var auglýstur ræðumaður sem hét Terry Law. Ekki vissi ég hvers var að vænta en þessi samkoma kom mér verulega á óvart. Terry sagði frá því að hann hefði verið að starfa í Írak frá …

Hvernig getur nokkur maður kallað það heilbrigðisþjónustu?

Og þetta er að gerast í okkar siðmenntaða                               heimi í dag. Eftirfarandi frétt sem mér var send í tölvupósti vakti                                 óhug minn og ég spurði sjálfan mig, hvernig getur nokkur                    maður fengið af sér að framkvæma slíkt voðaverk?                                   Hvernig getur nokkur þjóð sem siðmenntuð vill kallast                               leyft slíkt og kallað þetta heilbrigðisþjónustu?                                        Greinin hér að neðan lýsir því hvernig barn er fjarlægt                                  úr móðurkviði og deytt á hrottafengin …