Hús Hugans- Hverjum býður þú inn ?

Öll stórkostleg verk, uppgötvanir, listaverk, afreksverk fæðast fyrst í huga mannsins, en það gera einnig hin mestu óhæfuverk, glæpir og hvers kyns illvirki.

Hugurinn hefur stundum verið kallaður vígvöllur sálarinnar.

Við getum líka kallað hugann hús og það skiptir máli hverjum eða hverju við hleypum þar inn.

Filippíbr. 4:8 segir: Allt sem er satt, sómasamlegt, rétt, hreint, elskuvert, gott afspurnar, dyggð, lofsvert, hugfestið það.

M.ö.o. þá er verið að segja okkur að nota þetta sem mælikvarða, á gesti hugans.

Hér á eftir fer tilvitnun úr: ?The Word for Today?

Þetta sannleikur sem mun breyta þér: Það sem kemur stöðuglega inn í huga þinn, upptekur hann, mótar hann, stjórnar honum og stjórnar því að lokum hvað þú gerir og hver þú verður.

Samkomur sem þú sækir, efni sem þú lest eða ekki lest, tónlist sem þú hlustar á , sú ímynd sem þú sækist eftir, félagsskapurinn sem þú ert í og þær hugsanir sem þú dvelur við, allt þetta mótar huga þinn, og síðan karakter þinn og að lokum framtíð þína.

Hugsaðu því vel um hús þitt og enn betur um það hverjum þú býður í heimsókn.