Núna í september byrjaði nýtt starf í kirkjunni okkar. Það er opið hús á laugardögum. Sá sem leiðir þetta starf heitir Baldur Freyr Einarsson, hann er fæddur hér í Keflavík og hefur hjarta fyrir bæjarfélaginu okkar og brotnu fólki. Þessar samkomur hafa verið vel sóttar og verða áfram 3 laugardaga í mánuði. Fjórða laugardaginn fer hópurinn austur í Kirkjulækjarkot og hefur þar bænadag. Biðjum fyrir þessu starfi.