Sveigjanleiki

Var að glugga í gamlar glósur og fann þetta: “ Blessed are the flexible, they will bend and not brake“
Eða : “ Sælir eru hinir sveigjanlegu, þeir svigna en brotna ekki.“

Stundum getur verið gott að gefa aðeins eftir og halda sinni stöðu, í stað þess að vera stífur og missa sína stöðu.

Kólossubréfið 4:6, Mál yðar sé ætið ljúflegt, en salti kryddað, til þess að þér vitið, hvernig þér eigið að svara hverjum manni.

Mundu að djöfullinn ýtir – Heilagur andi leiðir.

Guð blessi þig í Jesú nafni

Kristinn Ásgrímsson