Nú erum við hjónin komin heim eftir 4 ferðina til Nakuru í Kenya. Það var erfitt að yfirgefa sólina og hitann og koma hér heim í kulda og snjó. Andlega talað þá er það sama tilfinning. Hvað áttu við spyr þú, jú það er einstakt hve mikil gleði ríkir í hjörtum þessa fólks, þrátt fyrir mikla fátækt. Ég kenndi þarna …
Frábært Kenya kvöld
Nú er frábært Kenya kvöld að baki. Þrátt fyrir leiðindaveður komu 57 manns og áttu saman yndislegt kvöld. Maturinn var framreiddur af matsveini Flughótels og það mátti ekki vera betra. Síðan bættist við matseðilin gómsæt súkkilaðiterta með rjóma, að hætti Helgu Nönnudóttir og færi ég henni kærar þakkir. Dagskrá kvöldsins hófst með því að undirritaður kynnti starf okkar í Kenya. …
Kenyakvöld Flughóteli
Við bjóðum þér að eiga með okkur notalega kvöldstund fimmtudaginn 10 febrúar kl. 19:30 á Flughótelinu í Keflavík og styrkja um leið gott málefni. Við byggjum drengjaheimili í Nakuru Kenya í samstarfi við New Life Africa International. Dagskrá: Kynning á starfinu. Söngatriði: Afríkublues o.fl. Matseðill: Rjómabætt villisveppasúpa með korianderrjóma Kryddlegnar grísalundir með sataysósu og yasmin hrísgrjónum. Aðgöngumiðar eru kr. 4000 …
Húsfyllir á jólatóleikum í Stapanum
Það var gaman að koma aftur í Stapann með tónleika eftir endurbætur á húsinu. Fimmtudagnn 2.des voru okkar árlegu jólatónleikar, ég segi árlegu því þetta er þriðja árið í röð. Það var hljómsveitin G.I.G sem sótti okkur enn einu sinni heim. Kæra þakkir G.I.G eða Gospel Invasion Group fyrir fúsleika ykkar að koma aftur og aftur og blessa okkur suðurnesja …
Jólatónleikar
Okkar árlegu jólatónleikar verða í Stapanum fimmtudaginn 2 desember kl. 20.00. Það er hin frábæra söngsveit Gospel Invasion Group sem sér um söng og tónlist. Einnig fáum við að heyra stuttar reynslusögur fólks. Það er frítt inn, en bjóðum þeim sem vilja, að styrkja starfið. Skrifað af Kristinn Ásgrímsson
Ljósanótt
Nú líður að ljósanótt, sem er að verða nokkurs konar þjóðhátíð Reykjanesbæjar. Bærinn iðar af mannlífi og alls konar sýningar tónleikar og aðrir menningarviðburðir eiga sér stað þessa daga. Hvítasunnukirkjan í Keflavík verður nú í fyrsta skipti með kynningar og sölutjald á ljósanótt. Við ætlum að kynna starfið okkar og hjálparstarfið í Afríku og bjóða um leið upp á lifandi …
Sumarmótið nálgast
Nú líður að sumarmóti Hvítasunnukirknanna sem í ár er haldið í Keflavík. Þetta mót er eiginlega endurkoma gömlu mótanna, sem mín kynslóð ólst upp við. Nema í þá daga stóðu mótin yfir í 7 daga. Nú, á forsíðu er plakat sem hægt er að smella á þar sem upplýsingar eru um mótið og samkomutíma. Það er von okkar í Keflavík að …
Föstudagssamkomur
Nú er komið sumar og alfanámskeiðinu lokið. Við tókum þá ákvörðun í vor að breyta samkomutímanum frá fimmtudögum yfir á föstudaga. Ástæðan er sú að við viljum ná til yngra fólks. Þannig að föstudagssamkomurnar köllum við opið hús og dagskráin verður fjölbreytt í sumar. Fyrsta kvöldið sótti Jóhannes Hinnriksson okkur heim og hafði með sér hóp að ungu fólki. Það …
Samkomur um páska
Við verðum með okkar árlegu páskatónleika á skírdag. Þeir verða haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju og hefjast kl. 20:30. Eins og oft áður þá fáum við hina frábæru Gospel Invasion Group frá Krossinum. Síðan verður samkoma á páskadagskvöld kl. 20.00 í Hvítasunnukirkjunni. Þá verður gestur okkar Vörður Traustason prestur Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu í Reykjavík Samkoman kl.11.00 fellur því niður á páskadag.
Freddy Filmore
Freddy Filmore verður gestur okkar sunnudaginn 7 marz kl. 11.00. Allir velkomnir. Skrifað af Kristinn Ásgrímsson