Húsfyllir á jólatóleikum í Stapanum

Það var gaman að koma aftur í Stapann með tónleika eftir endurbætur á húsinu. Fimmtudagnn 2.des voru okkar árlegu jólatónleikar, ég segi árlegu því þetta er þriðja árið í röð. Það var hljómsveitin G.I.G sem sótti okkur enn einu sinni heim. Kæra þakkir G.I.G eða Gospel Invasion Group fyrir fúsleika ykkar að koma aftur og aftur og blessa okkur suðurnesja menn.
Nú, það var mikið um að vera í Reykjanesbæ þetta kvöld. Tónleikar voru auglýstir á 5 stöðum í bæjarfélaginu. Við vissum því ekki hverju við mættum búast við. Hins vegar er gleðilegt frá því að segja að húsið, sem tekur nálægt 400 manns var nánast fullt. Við giskum á 350 manns.
Eins og ávallt þá voru krakkarnir í Gig frábær, ein af bestu Gospel sveitum þessa lands.
Einnig fengum við að heyra 2 vitnisburði frá Reyn Ólafsdóttur og Stefáni Inga, sem að venju fór á kostum.
Frábær samkoma nú að baki, hlakka til næstu samkomu í Stapa.
Skrifað af Kristinn Ásgrímsson