Komin heim frá Kenya

Nú erum við hjónin komin heim eftir 4 ferðina til Nakuru í Kenya. Það var erfitt að yfirgefa sólina og hitann og koma hér heim í kulda og snjó.
Andlega talað þá er það sama tilfinning. Hvað áttu við spyr þú, jú það er einstakt hve mikil gleði ríkir í hjörtum þessa fólks, þrátt fyrir mikla fátækt.
Ég kenndi þarna á biblíuskóla fyrir innfædda pastora í viku. En um leið og ég kenndi þá lærði ég líka. Þeir geta svo sannarlega kennt okkur að lofa Guð.

Við eyddum síðan 3 dögum með dönsku hjónunum Leif og Susanne Madsen sem eru mörgum kunn hér á landi.
Hvítasunnukirkjan í Keflavík hefur verið tengiliður fyrir barnastarf þeirra í Nakuru.
Þau sendu öllum kærar kveðjur og það gerðu einnig börnin sem eru þakklát fyrir ykkur sem takið þátt í þeirra lífi.

Endilega skoðið myndir í myndaalbúmi Kenya 2011
Skrifað af Kristinn Ásgrímsson