Frábært Kenya kvöld

Nú er frábært Kenya kvöld að baki. Þrátt fyrir leiðindaveður komu 57 manns og áttu saman yndislegt kvöld. Maturinn var framreiddur af matsveini Flughótels og það mátti ekki vera betra.
Síðan bættist við matseðilin gómsæt súkkilaðiterta með rjóma, að hætti Helgu Nönnudóttir og færi ég henni kærar þakkir.

Dagskrá kvöldsins hófst með því að undirritaður kynnti starf okkar í Kenya. Síðan söng Írsis Lind Verudóttir og Emil maður hennar lék undir .
Þar á eftir kom Þollý Rósmundsdóttir og Magnús Axel með stórkostlegan „Afríkublues“
Að lokum kom fram Bergsteinn Ómar úr Hvítasunnukirkjunni Keflavík og söng nokkur frumsamin lög.
Þess má geta að á þessu kvöldi söfnuðust um 280 þús krónur til styrktar byggingu drengjaheimilis í Nakuru Kenya.
Kærar þakkir allir sem komu og þið sem hjálpuðu til að framreiða matinn.

Myndir eru komnar frá kvöldinu inn á myndaalbúm.
Skrifað af Kristinn Ásgrímsson