Nú líður að páskum og um páska fáum við góðan gest í heimsókn. Jason Hamlin kemur frá Tulsa Oklahoma. Hann var gestur okkar um síðustu páska einnig. Jason er öflugur trúboði og rekur einnig hjálparstarf í Tulsa, þar sem hann gefur matvæli til þeirra sem minnst mega sín. Jason talar í Hvítasunnukirkjunni í Keflavík dagana 28-31 marz. Nánar: Skírdag kl.20.00 …
Myndbönd
Þar sem það er búið að vera vandamál um nokkurt skeið að koma mynböndum inn á síðuna, þá höfum við nú fengið aðgang að Youtube og verða myndbönd hér eftir vistuð þar. Á forsíðu er youtube merki: Watch me on YouTube sem þú smellir á og þá opnast myndbanda síðan. Gömlu myndböndin verða áfram á sama stað undir flipanum : …
Ferð til Filippseyja
Við hjónin Kristinn og Þórdís erum á förum til Filippseyja þar sem við munum taka þátt í kristilegri ráðstefnu 100 kirkna sem starfa undir nafninu: Lift Jesus Higher. Þetta er starf sem kirkjan okkar styrkti í mörg ár og höfum við farið 3 sinnum áður . Núna er 25 ára afmæli þessarar hreyfingar og vorum við boðin til að þjóna …
Breyttur samkomutími
Núna frá 1 október breytist samkomu tíminn hjá okkur þ.e. við byrjum aftur með bænasamkomur á þriðjudagskvöldum kl. 20.00 og samkomur á föstudagskvöldum kl. 20.00 Samkomutími á sunnudögum er hinn sami kl. 11.00. Karlasamvera með morgunverði er 1. laugardag hvers mánaðar kl. 09.00 Kvennasamvera með morgunverði er annan laugardag hvers mánaðar kl. 11.00 Brauðsbrotning er fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl. …
Heimsókn Anitu Pears
Dagana 7-9 september verður country söngkonan Anita Pears með okkur hér í Hvítasunnukirkjunni í Keflavík. Samkomur verða Föstudag kl.20.00, síðan samfélag fyrir konur að laugardagsmorgni kl.10:30. Aftur samkoma laugardag kl.20.00 og endum síðan sunnudag kl.11.00. Fyrir utan það að syngja þá er Anita einnig mjög góður og skemmtilegur biblíufræðari. Ef þú vilt skoða heimasíðu Anitu þá er slóðin: http://www.inspirationministries.net/ Samkomurnar …
Trúboðsferð til Akureyrar og Siglufjarðar
Við lögðum upp frá Hvítasunnukirkjunni í Keflavík um 25 manns föstudaginn 6 júlí, og var ferðinni heitið til Akureyrar. Við fengum þennan fína bíl frá „Allra handa“ og enn betri bílstjóra sem vinnur á Lindinni og tilheyrir reyndar kirkjunni okkar líka, Stefán Guðjónsson. Ferðin gekk vel og á Akureyri tók Snorri á móti okkur með Pitsum. Eftir smá hvíld fór …
Breyttur samkomutími
Í sumar þá breytum við til og höfum samkomur á miðvikudagskvöldum kl.20.00. Þetta er samkoma sem er lofgjörðar og bænasamkoma og síðan stuttur biblíulestur. Við byrjuðum í kvöld 23.maí og Aðalbjörn Leifsson kenndi um lækningu. Frábær samkoma. Samkomur á þriðjudögum og föstudögum falla niður að sinni. Skrifað af Kristinn Asgrimsson
Samkomur framundan
Við erum að fá góðar heimsóknir núna á næstunni. N.k föstudag 30 marz kl. 20.00 kemur hópur frá samfélaginu Himinn og Jörð. Með þeim eru í för góður hópur frá Betel kirkjunni í Redding. Síðan næsta sunnudag 1 apríl verður Linda Williams með okkur, en hún er einnig með samkomur í Vonarhöfn um páskana. Síðast en ekki síst kemur vinur …
Freddie Filmore í heimsókn
N.k. föstudag 2.marz kl. 20.00 verðu Freddie Filmore gestaprédikari hjá okkur í Hvítasunnukirkjunni Keflavík. Freddie er þekktur fyrir sína glaðlegu framkomu og að smita frá sér með gleði sinni. Hann er góður prédikari og flytur ómengað Guðs orð. Skrifað af Kristinn Asgrimsson
Samkirkjuleg samkoma
Næsta sunnudag 12 febrúar er samkirkjuleg samkoma kl. 11.00 á Hjálpræðisher Keflavíkurflugvelli. Þess vegna verður samkoman hjá okkur með lækningaprédikaranum Hans Berntsen kl.14.00 Skrifað af Kristinn Ásgrímsson