Gleðilegt ár

Nýtt ár og ný tækifæri.

Um leið og við lítum til baka og þökkum Guði fyrir yndislegt ár, þá horfum við með eftivæntingu til þess sem Guð hefur fyrir okkur á næsta ári.

Við ætlum að byrja árið með bæn fyrstu vikuna og síðan höfum við bæastundir á þriðjudagskvöldum og föstudagskvöldum út janúar.Þannig er janúar bænamánuður. Og orðið sem við göngum út á í þessum mánuði er: 1. Kron. 4.9-10. Og Jaebes var í mestum metum af bræðrum sínum. Móðir hans nefndi hann Jaebes því að hún sagði: „Ég ól hann með kvölum.“ 10En Jaebes hrópaði til Guðs Ísraels og sagði: „Blessaðu mig. Auktu við land mitt. Hönd þín sé með mér og bægðu frá mér böli svo að ég þurfi ekki að líða kvalir.“ Guð veitti honum það sem hann bað um.

Og við viljum gera þetta að okkar bæn fyrir þetta ár. Blessun þín Guð yfir Keflavík og gefðu orði þínu framgang í okkar lífi. Gefðu orði þínu framgang í Reykjanesbæ.

Við ætlum að heimsækja Stykkishólm væntanlega 11.janúar og síðan Akureyri í endaðan janúar og hafa þar bænadag.

Í febrúar stefnum við á að hafa námskeiðið “ Tilgangsríkt líf“ og er okkar markmið að sem flestir bjóði einhverjum utan kirkjunnar að taka þátt.

Verum staðföst , samhent og leitum Guðs og sannfærum aðra um að Jesús Kristur er : Vegurinn , Sannleikurinn og lífið.

Guð blessi þig

Skrifað af Kristinn Ásgrímsson