Bænamánuður að baki.

Janúar mánuður hefur liðið undur fljótt. Við byrjuðum mánuðinn með Bænaviku, þar sem við báðum bæn Jabezar frá 1. Kronikubók 4.9-10. Það má segja að við höfum haldið fast í þessa bæn allan mánuðinn. Höfum haft bænasamkomur 2 kvöld í viku eftir fyrstu vikuna og enduðum síðan mánuðinn með annarri bænaviku.
Snorri Óskarsson sótti okkur heim helgina 23-25 janúar og talaði hjá okkur á laugardegi og sunnudegi.
Síðan fórum við 3 Kristinn Þórdís og Chris Parker til Akureyrar núna síðustu helgina í þessum mánuði og vorum með kirkjunni þar á bænamóti.
Og það voru ekki bara við 3 sem sóttum Akureyri heim, heldur einnig biblíuskólinn úr Kirkjulækjarkoti ásamt nokkrum fleiri að sunnan.
Við áttum yndislega helgi saman þar sem andi Guðs starfaði og talaði til okkar.
Helginni lauk með samkomu í Hvítasunnukirkjunni á Akureyri, þar sem við heyrðum vitnisburði flestra úr biblíuskólanum og Paulo Sicoli prédikaði.

Skrifað af Kristinn Ásgrímsson