Gleðileg jól

Við í Hvítasunnukirkjunni í Keflavík óskum öllum nær og fjær gleðilegra jóla. Það er yfirleitt nóg að gera hjá öllum um og kannski aðallega fyrir jól.
Við fórum nokkur í Bónus s.l. laugardag og gáfum jólagjafir og blessuðum og báðum fyrir fólki.
Það var einnig farið á Dvalarheimili aldrara og höfð stund með eldri borgurmum sem okkur fannst mjög gefandi og gaman. Eldra fólkið tekur alltaf vel á móti boðskapnum um Jesú.
Nú, eins og þið sjáið þá er auglýsing um Færeyjarferð á forsíðu. Nú fer hver að verða síðastur að bóka sig á þessu frábæra verði sem ferðaskrifstofan Færeyjar travel gaf okkur.
En við trúum að það sé tími Guðs að efla tengsl við trúsyskini okkar í Færeyjum.
Svo ertu velkomin(n) á Hátíðarsamkomu kl. 17.00 á aðfangadag.
Skrifað af Kristinn Ásgrímsson