Við heyrum oft talað um smurninguna meðal hinna kristnu. Mikið var þetta smurt segir einhver, og sá sem er að koma í fyrsta skipti á samkomu eða stillir inn á Lindina hefur ekki hugmynd um hvað er verið að smyrja. Er þetta fólk kannski með innbyggða ljósavél eða hvað? Hugmyndin er úr gamla testamenntinu þegar menn voru smurðir til konungs …
Samkomur framundan
Nú fer að líða að kotmóti þannig að við viljum benda á að samkomur falla niður um verslunarmannahelgina og reyndar líka fimmtudaginn 2. águst . Hins vegar verður Jón Þór Eyjólfsson með okkur núna á sunnudaginn 29 júlí kl. 11.00 Síðan verður Eiður Einarsson ræðumaður fimmtudaginn 9 ágúst kl. 20.00 kv. Kristinn
Hús Hugans- Hverjum býður þú inn ?
Öll stórkostleg verk, uppgötvanir, listaverk, afreksverk fæðast fyrst í huga mannsins, en það gera einnig hin mestu óhæfuverk, glæpir og hvers kyns illvirki. Hugurinn hefur stundum verið kallaður vígvöllur sálarinnar. Við getum líka kallað hugann hús og það skiptir máli hverjum eða hverju við hleypum þar inn. Filippíbr. 4:8 segir: Allt sem er satt, sómasamlegt, rétt, hreint, elskuvert, gott afspurnar, …
Frábær heimsókn
Um þessar mundir er hér á landi 4 manna hópur frá Höfðaborg S-Afríku, eins og sagt var frá hér í síðustu færslu. Í hópnum eru 3 karlmenn og ein kona. Þau eru hér á landi í boði Vonarhafnar Kristlegs starfs í Hafnarfirði. Þar verða samkomur nú um helgina föstudag, laugardag og sunnudag kl. 20.00 alla dagana. Hópurinn fór í þessari …
Heimsókn frá Afríku
Næsta sunnudag verða með okkur góðir gestir frá Afríku. Ræðumaður verður Herman Abrahams, sem hefur talað áður hjá okkur í Keflavík. Hópurinn kemur frá alþjóðlegum samtökum, sem heita Kingdom Ministries International. Herman er frábær biblíukennari og ástæða til að hvetja alla sem hafa tækifæri, til að koma í Hvítasunnukirkjuna í Keflavík n.k. sunnudag 1 júlí kl.11.00. Ef þú vilt vita …
Tryggan vin, hver finnur hann ?
Í orðskviðunum 20.6. segir : “ Margir menn eru kallaðir kærleiksríkir, en tryggan vin hver finnur hann. Hvort viltu eiga tryggan vin eða frægan vin ? Hollywood segir þér, að þú sért eitthvað, sem þú ert ekki. Guð segir þér hins vegar að hann geti gert eitthvað úr þér sem þú ekki ert. Trúmennska, hvað er það ? Traust ? …
Lög Guðs og lög manna
N.k Fimmtudag kl.20.00 verður Einar Gautur Steingrímsson hrl gestur okkar og ræðumaður og ætlar að fjalla um efnið : Lög Guðs og lög manna. Er eitthvað líkt með þessu ? Láttu sjá þig. Skrifað af Kristinn Ásgrímsson
Myndband frá Kenya
Um páskana var Hvítasunnukirkjan Keflavík með tónleika í Stapanum til styrktar hjálparstarfi í Kenýa. Þetta hjálparstarf er rekið af dönskum hjónum Susanne og Leif Madsen. Þau komu hér við fyrir u.þ.b. 3 árum og kynntu starfið sitt á Kotmóti. Í tilefni af þessu höfum við sett in Myndband frá þessu starfi. Þeir sem vilja kynna sér nánar þetta starf geta …
Nýr öldungur í kirkjunni okkar
Á síðasta aðalfundi 10 apríl var settur inn nýr öldungur í kirkjuna. Hann heitir Björgvin Tryggvason og hefur tilheyrt kirkjunni undanfarin 10 ár. Hann er tveggja barna faðir og giftur Kristínu Jónsdóttur sem sér um barnastarfið í kirkjunni. Björgvin stundaði nám á biblíuskóla Livets Ord í Uppsala Svíþjóð í 2 ár. Við bjóðum Björgvin velkominn til starfa og óskum honum og …
Frábær Færeyjarferð
Við hjónin fórum til Færeyja á núna á föstudaginn 20.4. að heimsækja vini okkar á Sandö, Nikka og Gunnhild og kirkjuna þeirra. Að koma til Færeyja er alveg einstök upplifun, þarna virðast allir vera ein stór fjölskylda. Með okkur í för var ung stúlka okkur tengd,sem heillaðist svo að staðnum að hún fékk að vera eftir um stund. Við vorum …