Góður gestur – nýtt myndband

S.l helgi var hjá okkur gestur að nafni Mike Kellett. Hann er frá Blackpool Englandi og hefur veitt forstöðu kirkju þar í mörg ár. Ég kynntist Mike fyrir 30 árum þegar ég var á togara sem sigldi til Englands. Eitt kvöld fór ég á bænasamkomu í kirkju í Fleetwood. Maður nokkur settist í sömu bekkjaröð og ég sat í. Eftir samkomuna tók hann mig tali, bauð mér síðan heim og kynnti mig fyrir fjölskyldu sinni. Eftir það má segja að ég hafi verið fastagestur hjá þeim hjónum í hvert skipti sem skipið mitt seldi fisk í Grimsby eða Fleetwood. Mike er góður biblíufræðari, þannig endilega kíkið á myndbandið.
Kristinn