Góð ferð til Tulsa Oklahoma

Við fórum tveir Aðalbjörn Leifsson ásamt undirrituðum á kristilega ráðstef’nu í Tulsa, nú í byrjun Október. Kirkjan sem við sóttum heim nefnist „Prayer Center “ og er ekki mikið þekkt. En það sem dregur okkur þangað í 3 skipti er, sterk nærvera Guðs og heilbrigð kennsla. Sá sem veitir starfinu forstöðu heitir Dave Robersson og var hann trúboði til margra ára …

Frábærir tónleikar

Nú eru frábærir tónleikar að baki. Húsfyllir var á Ránni s.l. laugardagskvöld, þegar GIG og Kærleiksbandið ásamt söngvurum frá UNG, sungu sig inn í hjörtu áheyrenda. Hægt er að horfa á hluta af tónleikunumhér_ Skrifað af Kristinn Ásgrímsson

Tónleikar á Ránni

N.k. laugardag 20.sept kl. 20.00 verða Gospel Invasion Group ásamt Kæreiksbandinu frá Keflavík með tónleika á veitingahúsinu Ránni að Hafnargötu Keflavík. Aðgangur er ókeypis. G.I.G. eða Gospel Invasion Group ætlar að kynna nýútkomin disk, sem verður til sölu á staðnum. Einnig ætlum við að minna á Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Kenya með því að selja penna til styrktar drengjaheimili . Allir …

Fréttir

Samfélag. Pastors pistill. Í 1. Jóh.1.7. segir: En ef vér göngum í ljósinu, eins og Hann er sjálfur í ljósinu, þá höfum vér samfélag hver við annan og blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd. Fil 2.1 Ef nokkurs má sín upphvatning í nafni andans, ef kærleiksávarp ef samfélag andans…, Post.2. 46 Daglega komu þeir saman… Matt 18.20 : Því hvar sem …

Myndbönd opnast hægt

Því miður hefur orðið breyting á kerfinu hjá 123.is þar sem síðan okkar er hýst. Eflaust hafa allir tekið eftir því að myndböndin opnast á annan hátt og tekur nú mun lengri tíma. Fyrir þá sem eru með ódýrustu tengingu símans hefur það tekið upp í 16 mínútur að opna myndband. Hins vegar opnast sama myndband hjá mér á 2 …

Heimsókn frá Arken

Vikuna 3-11 maí munu hjónin Sigmund Leví Varðarson og Anna Rósa Pálmarsdóttir heimsækja Hvítasunnusöfnuði á Íslandi, með þeim í för verður Stig Engilbrektsen sem er smurður af Guði til að þjóna í lofgjörð. Sigmund og Anna Rósa tilheyra Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í Reykjavík en hafa stundað nám á Biblíuskólanum Jesús læknar og endurreisir í Svíþjóð síðastliðin 3 ár og koma nú …

Eitthvað að lagast

Eitthvað er kerfið að lagast þótt ekki sé það gott. Það vantar ennþá nokkur myndbönd. Reyndar tekur núna um tvær mínútur að opna myndböndin, en ég vona að þetta verði fært í sitt fyrra horf. kv. Kristinn

Myndbönd og myndir

Því miður virðast flestöll myndbönd hafa dottið út, þegar kerfið hjá 123.is var uppfært. Við bíðum svara frá 123.is Vonumst til  að koma þessu í lag sem fyrst. kv. Kristinn

Góðar páskasamkomur að baki

Það sem byrjar sem tilhlökkun og eftirvænting er nú góð minning og endurnæring. Við vorum með frábæra gesti frá Færeyjum um páskana. Einn af þeim Nikulás Jóhannsson er reyndr hér enn. En hann tilheyrði söfnuðinum okkar hér um nokkurra ára skeið, áður en hann flutti til Færeyja. Við vorum með góða söngsamkomu í Ytri-Njarðvíkurkirkju á föstudaginn langa, sem þú getur horft …

Samkomur um páska með gestum frá Færeyjum

Um  páskana verða með okkur góðir gestir frá Sandö Færeyjum, sem munu taka þátt í samkomunum með okkur . Þetta er fimm manna hópur og einn þeirra tilheyrði reyndar okkar kirkju um nokkura ára skeið. En dagskráin verður sem hér segir: Skírdagur Alfa námskeið kl. 19.00 Föstudagurinn langi kl. 20:30 Samkoma í Njarðvíkurkirkju. Söngsamkoma þar sem eftirtaldir koma fram: Gospel …