Vil minna á að Alfa námskeiðið hefst núna á fimmtudaginn 22.sept kl.19.00. Það ennþá hægt að skrá sig í síma 6977993 eða á hvitkef@imet.is. Alfa námskeiðið verður ókeypis að þessu sinni.
Alfakynning
Alfakynning verður í Hvítasunnukirkjunni þriðjudaginn 13. janúar kl.20.00 Þriðjudaginn 13 janúar kl. 20.00. verður kynningarkvöld á Alfa í Hvítasunnukirkjunni Hafnargötu 84.Þetta kvöld er opið öllum og ókeypis og einungis kynning til að hjálpa þér að ákveða hvort Alfa er námskeið fyrir þig . Alfa námseiðið hófst í Englandi fyrir u.þ.b. 20 árum. Námskeiðið er nú haldið í um 130 löndum …
Nýárssamkomur
Nýársdagur kl.00:30 Lofgjörðarstund Stutt samkoma þar sem við leggjum árið í Guðs hendur. Nýársdagur kl.20.00 Fagnaðarsamkoma, sameiginleg með Hjálpræðishernum. Mikill söngur og ræðurmaður verður Wouter van Gooswilligen. Samkoman er haldin að Hafnargötu 84.
Hljóðbönd komin í lag
Nú eru kominn inn nokkur ný hljóðbönd. Eins og flestir vita sem nota síðuna okkar þá hafa verið smá hnökrar í kerfinu, en nú er það komið í lag. Hins vegar höfum við ekki sett in myndbönd, meðan það tekur svo langan tíma að hlaða þeim inn á síðuna. En vefstjórinn segir okkur að það standi til bóta eftir áramót. …
Góð ferð til Tulsa Oklahoma
Við fórum tveir Aðalbjörn Leifsson ásamt undirrituðum á kristilega ráðstef’nu í Tulsa, nú í byrjun Október. Kirkjan sem við sóttum heim nefnist „Prayer Center “ og er ekki mikið þekkt. En það sem dregur okkur þangað í 3 skipti er, sterk nærvera Guðs og heilbrigð kennsla. Sá sem veitir starfinu forstöðu heitir Dave Robersson og var hann trúboði til margra ára …
Frábærir tónleikar
Nú eru frábærir tónleikar að baki. Húsfyllir var á Ránni s.l. laugardagskvöld, þegar GIG og Kærleiksbandið ásamt söngvurum frá UNG, sungu sig inn í hjörtu áheyrenda. Hægt er að horfa á hluta af tónleikunumhér_ Skrifað af Kristinn Ásgrímsson
Tónleikar á Ránni
N.k. laugardag 20.sept kl. 20.00 verða Gospel Invasion Group ásamt Kæreiksbandinu frá Keflavík með tónleika á veitingahúsinu Ránni að Hafnargötu Keflavík. Aðgangur er ókeypis. G.I.G. eða Gospel Invasion Group ætlar að kynna nýútkomin disk, sem verður til sölu á staðnum. Einnig ætlum við að minna á Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Kenya með því að selja penna til styrktar drengjaheimili . Allir …
Fréttir
Samfélag. Pastors pistill. Í 1. Jóh.1.7. segir: En ef vér göngum í ljósinu, eins og Hann er sjálfur í ljósinu, þá höfum vér samfélag hver við annan og blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd. Fil 2.1 Ef nokkurs má sín upphvatning í nafni andans, ef kærleiksávarp ef samfélag andans…, Post.2. 46 Daglega komu þeir saman… Matt 18.20 : Því hvar sem …
Myndbönd opnast hægt
Því miður hefur orðið breyting á kerfinu hjá 123.is þar sem síðan okkar er hýst. Eflaust hafa allir tekið eftir því að myndböndin opnast á annan hátt og tekur nú mun lengri tíma. Fyrir þá sem eru með ódýrustu tengingu símans hefur það tekið upp í 16 mínútur að opna myndband. Hins vegar opnast sama myndband hjá mér á 2 …
Heimsókn frá Arken
Vikuna 3-11 maí munu hjónin Sigmund Leví Varðarson og Anna Rósa Pálmarsdóttir heimsækja Hvítasunnusöfnuði á Íslandi, með þeim í för verður Stig Engilbrektsen sem er smurður af Guði til að þjóna í lofgjörð. Sigmund og Anna Rósa tilheyra Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í Reykjavík en hafa stundað nám á Biblíuskólanum Jesús læknar og endurreisir í Svíþjóð síðastliðin 3 ár og koma nú …