Jólatónleikar

Okkar árlegu jólatónleikar verða í Stapanum fimmtudaginn 2 desember kl. 20.00. Það er hin frábæra söngsveit Gospel Invasion Group sem sér um söng og tónlist. Einnig fáum við að heyra stuttar reynslusögur fólks. Það er frítt inn, en bjóðum þeim sem vilja, að styrkja starfið. Skrifað af Kristinn Ásgrímsson

Ljósanótt

Nú líður að ljósanótt, sem er að verða nokkurs konar þjóðhátíð Reykjanesbæjar. Bærinn iðar af mannlífi og alls konar sýningar tónleikar og aðrir menningarviðburðir eiga sér stað þessa daga. Hvítasunnukirkjan í Keflavík verður nú í fyrsta skipti með kynningar og sölutjald á ljósanótt. Við ætlum að kynna starfið okkar og hjálparstarfið í Afríku og bjóða um leið upp á lifandi …

Sumarmótið nálgast

Nú líður að sumarmóti Hvítasunnukirknanna sem í ár er haldið í Keflavík. Þetta mót er eiginlega endurkoma gömlu mótanna, sem mín kynslóð ólst upp við. Nema í þá daga stóðu mótin yfir í 7 daga. Nú, á forsíðu er plakat sem hægt er að smella á þar sem upplýsingar eru um mótið og samkomutíma. Það er von okkar í Keflavík að …

Föstudagssamkomur

Nú er komið sumar og alfanámskeiðinu lokið. Við tókum þá ákvörðun í vor að breyta samkomutímanum frá fimmtudögum yfir á föstudaga. Ástæðan er sú að við viljum ná til yngra fólks. Þannig að föstudagssamkomurnar köllum við opið hús og dagskráin verður fjölbreytt í sumar. Fyrsta kvöldið sótti Jóhannes Hinnriksson okkur heim og hafði með sér hóp að ungu fólki. Það …

Samkomur um páska

Við verðum með okkar árlegu páskatónleika  á skírdag. Þeir verða haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju og hefjast kl. 20:30. Eins og oft áður þá fáum við hina frábæru Gospel Invasion Group frá Krossinum. Síðan verður samkoma á páskadagskvöld kl. 20.00 í Hvítasunnukirkjunni. Þá verður gestur okkar Vörður Traustason prestur Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu í Reykjavík Samkoman kl.11.00 fellur því niður á páskadag.

Freddy Filmore

Freddy Filmore verður gestur okkar sunnudaginn 7 marz kl. 11.00. Allir velkomnir. Skrifað af Kristinn Ásgrímsson

U.N.G. Samkoma

Gospel  Gospel Gospel.   U.N.G. Samkoma í umsjón Magnúsar Stefánssonar   í Hvítasunnukirkjunni Hafnargötu 84 laugardaginn 6 marz kl. 20.00   Kröftug  Rokk – Gospel tónlist  – Vitnisburðir.   Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Skrifað af Kristinn Ásgrímsson

Alfa í Hvítasunnukirkjunni.

Fimmtudaginn 14 janúar  kl. 20.00. verður kynningarkvöld á Alfa í Hvítasunnukirkjunni Hafnargötu 84.Þetta  kvöld er opið öllum og ókeypis og einungis kynning  til að hjálpa þér að ákveða hvort Alfa er námskeið fyrir þig . Alfa námseiðið hófst í Englandi fyrir u.þ.b. 20 árum. Námskeiðið er nú haldið í um 130 löndum í flestum kirkjudeildum. Áætað er að yfir 4 …

Styrktarsala

Þessi ungi maður hefur verið í Skansinum undanfarnar helgar að selja greni, penna og diska til syrktar barnahjálpinni okkar í Nakuru Kenya. Við erum að safna fyrir byggingu drengjaheimilis. Nú þegar hefur safnast um ein og hálf milljón króna. Ef þig vantar greni fyrir jólin á góðu verði þá er ennþá eitthvað til. Hringdu í síma 8572212 Skrifað af Kristinn …

Jólahátíð nálgast

Nú nálgast jólin óðfluga og eflaust margir farnir að telja dagana, þótt öðrum langi alls ekki til að halda jól. En við sem vonum á Drottinn biðjum þess að allir megi finna frið og njóta samvista sinna nánustu um þessi jól. Við vorum með frábæra samveru, sem reyndar voru tónleikar á veitingastaðnum Ránni, fyrir viku síðan. Staðurinn var nánast fullsetinn …