Föstudagssamkomur

Nú er komið sumar og alfanámskeiðinu lokið. Við tókum þá ákvörðun í vor að breyta samkomutímanum frá fimmtudögum yfir á föstudaga.
Ástæðan er sú að við viljum ná til yngra fólks. Þannig að föstudagssamkomurnar köllum við opið hús og dagskráin verður fjölbreytt í sumar. Fyrsta kvöldið sótti Jóhannes Hinnriksson okkur heim og hafði með sér hóp að ungu fólki. Það var frábært kvöld.
N.k. föstudag verður Aron Hinnriksson með okkur. Það stendur einnig til að fá nokkra sönghópa til liðs við okkur svo sem U.N.G.  Jack London o.fl.Við finnum fyrir því að Guð er að gjöra eitthvað nýtt á meðal okkar, það er að fjölga á sunnudögum og það ríkir eftirvænting í kirkjunni.