Fimmtudaginn 14 janúar kl. 20.00. verður kynningarkvöld á Alfa í Hvítasunnukirkjunni Hafnargötu 84.Þetta kvöld er opið öllum og ókeypis og einungis kynning til að hjálpa þér að ákveða hvort Alfa er námskeið fyrir þig . Alfa námseiðið hófst í Englandi fyrir u.þ.b. 20 árum. Námskeiðið er nú haldið í um 130 löndum í flestum kirkjudeildum. Áætað er að yfir 4 …
Styrktarsala
Þessi ungi maður hefur verið í Skansinum undanfarnar helgar að selja greni, penna og diska til syrktar barnahjálpinni okkar í Nakuru Kenya. Við erum að safna fyrir byggingu drengjaheimilis. Nú þegar hefur safnast um ein og hálf milljón króna. Ef þig vantar greni fyrir jólin á góðu verði þá er ennþá eitthvað til. Hringdu í síma 8572212 Skrifað af Kristinn …
Jólahátíð nálgast
Nú nálgast jólin óðfluga og eflaust margir farnir að telja dagana, þótt öðrum langi alls ekki til að halda jól. En við sem vonum á Drottinn biðjum þess að allir megi finna frið og njóta samvista sinna nánustu um þessi jól. Við vorum með frábæra samveru, sem reyndar voru tónleikar á veitingastaðnum Ránni, fyrir viku síðan. Staðurinn var nánast fullsetinn …
Jóla-Gospel á Ránni
Jólatónleikar verða á veitingahúsinu Ráin við Hafnargötu í Reykjanesbæ kl 20 föstudaginn 11.des. Fram koma G.I.G. sem er frábær sönghópur og hljómsveit. Gestasöngvari er Regína Ósk. Aðgangur er ókeypis. Skrifað af Kristinn Ásgrímsson
Kynning á góðum vini.
Mig langar að kynna nýjan tengil sem við höfum sett inn. Prasanna Kumar er indverskur og hefur þá hugsjón að fá kirkju Jesú Krist til að biðja fyrir heiminum. Það gerir hann með því að reisa upp hópa sem biðja stöðgulega . Hann var hér á Íslandi árið 2005 . Hann hefur ferðast víða og prédikað orð Guðs, einkum varðandi …
Barnastarfið byrjað
Nú er dagskráin að breytast hjá okkur. Barnastarfið er nú komið í gang. Við erum búin að fá nýtt fólk til liðs við okkur þar. Síðan byrjar biblíuskólinn 1. október. Við stefnum líka að því að byrja með samfélagshópa í október.
Nemið staðar og litist um..Jer.6.16.
September, mánuður til að leita Drottins. Allt í einu er komið haust, biblíuskóli framundan hefst fimmtudaginn 1. október. Kennt verður á fimmtudögum og einnig a.m.k. einn laugardag í hverjum mánuði. Það eru spennandi viðfangsefni sem verður tekist á við, efni sem við heyrum kannski ekki svo mikið kennt um. En frá því verður sagt nánar síðar. Aðalkennari skólans og umsjónarmaður …
Sumardagskrá
Nú er komið sumar og það verða smá breytingar á samkomudagskrá hjá okkur. Biblíuskólinn er búinn að sinni, byrjar sennilega aftur í október. Í sumar verða engar fimmtudagssamkomur, hins vegar ætlum við að hafa opið hús á föstudögum frá kl. 18.00 og gera út á kaffihúsastemmingu. Fara með borð og stóla út á gangstétt fyrir framan kirkjuna okkar. Nú bænastundir …
Aðalfundur
Við héldum aðalfund kirkjunnar okkar í kvöld. Byrjuðum með yndislegri bænastund. Fórum yfir atburði síðasta árs, ásamt ársreikningum okkar. Síðan báðum við fyrir 2 nýjum öldungum kirkjunnar. Þeir eru: Karl Stefán Samúelsson og Stefán Guðjónsson. Karl Stefán kemur frá Svíþjóð, en talar frábæra íslensku, hann er giftur Sólrúnu Hlöðversdóttir. Stefán Guðjónsson er mörgum kunnur af útvarpsstöðinni Lindinni. Hann er giftur …