Við hjónin fórum til Tulsa Oklahoma í byrjun nóvember á kristilegt mót, þar sem fólk frá mörgum þjóðum kom saman. Fyrsta kvöldið á þessu móti var auglýstur ræðumaður sem hét Terry Law. Ekki vissi ég hvers var að vænta en þessi samkoma kom mér verulega á óvart. Terry sagði frá því að hann hefði verið að starfa í Írak frá 2002 og að þar væru líka góðir hlutir að gerast. Sagði okkur frá kirkju sem hefði vaxið á skömmum tíma í 1600 meðlimi. En það sem kom okkur mest á óvart var maðurinn sem Terry Law hafði með í för. Sá heitir Georges Sada og var einn af þekktustu orustuflugmönnum Íraks og hafði einnig verið 4 stjörnu hershöfðingi undir Saddam. Þessi Georges var og er kristinn og tilheyrði aldrei Bath flokki Saddams, en þekkti hins vegar Saddam frá árinu 1960, eða löngu áður en Saddam komst til valda.
Vegna þess að Georges var kristinn þá vissi Saddam að hann segði honum alltaf sannleikann, og þess vegna var það ekki sjaldan að hann var kallaður á fund forsetans þegar þörf var á ráðgjöf í sambandi við hernaðarmál. Hins vegar var farið fram á afsögn hans úr hernum 1986, þar sem hann var ekki tilbúin að ganga í Bath flokkinn. Georges var hins vegar kallaður til starfa aftur 1990 eftir innrás Íraks í Kuwait.
En það sem kom kannski enn meir á óvart var að þessi Georges sagði okkur að innrásin hefði verið nauðsynleg og að Saddam hefði verið mjög nálægt þvi að hanna kjarnavopn. Hann segir einnig frá því í nýútkominni bók sinni: “ Saddam´s Secrets“ að öllum efnavopnum hafi verið komið yfir til Sýrlands, skömmu fyrir innrásina.
Í bókinni segir Georges að 80 prósent Íraka hafi verið fylgjandi innrás Bandaríkajamanna .
Aðrar góðar fréttir sem hann minnist á er að kjör fólks hafi batnað og nefnir sem dæmi að kennari sem hafði $ 3.50 fyrir innrásina hafi nú um $350 í mánaðrlaun. Byggðir hafa verið um 1200 skólar eftir innrásina. Og hin nýja stjórnarskrá landsins veitir þegnum þess trúfrelsi.
Í lok viðtalsins á umræddri samkomu þakkaði Georges Sada bandaríkjamönnum fyrir að hafa frelsað þjóð sína úr ánauð.
Við ætlum að setja umrætt myndband inn á síðuna fljótlega.