Frábær Færeyjarferð

Við hjónin fórum til Færeyja á núna á föstudaginn 20.4.  að heimsækja vini okkar á Sandö, Nikka og Gunnhild og kirkjuna þeirra. Að koma til Færeyja er alveg einstök upplifun, þarna virðast allir vera ein stór fjölskylda. Með okkur í för var ung stúlka okkur tengd,sem heillaðist svo að staðnum að hún fékk að vera eftir um stund.
Við vorum boðin í 60 ára afmæli á laugardagskvöldinu þar sem voru sennilega um 150 manns og mikið var sungið og margir tóku til máls.
Síðan vorum við með á samkomum í Hvítasunnukirkjunni í Skopun sunnudeginum bæði kl. 11 og 18.
Aftur fengum við að upplifa þessa sterku fjölskyldustemmingu og söngurinn var vægast sagt „himneskur“
Á mánudagsmorgun var haldið til Þórshafnar þar sem við heilsuðum upp á forstöumennina í Fíladelfíu og Evangelihuset.
Bróðir okkar Nikki sagði mér, að á sunnudögum fara a.m.k. 40% færeysku þjóðarinnar í Guðs hús. Eitthvað sem við Íslendingar mættum gjarnan læra af.
Ég vonast til að við hinir kristnu eigum eftir að efla tengslin við trúsystkini okkar í Færeyjum.
Kristinn Ásgrímsson