Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss?

Í Nehemía 4.19 segir : Verkið er stórt og umfangsmikið, og vér erum tvístraðir á múrnum, langt í burtu hver frá öðrum….. Guð vor mun berjast fyrir oss.

Á síðasta ári fórum við í gegnum Nehemía bók og töluðum um að reisa múrana, eða að aðskilja okkur frá öllu sem er okkar Guði vanþóknanlegt. Og nú erum við dreifð á múrunum, en höldum samt áfram að byggja og leita Guðs.

Í 2. Kronikubók 7.13- 16, sagði Guð við Ísrael: “ að þegar engisprettur rótnagi landið eða drepsóttir geisi, og Hans fólk auðmýkir sig, snýr sér frá sínum vondu vegum og biður og leitar auglitis Hans, þá vill Hann heyra og líkna fólki sínu og landi.“

Ég trúi því að þegar við í dag auðmýkjum okkur sem kirkja og af öllu hjarta leitum Guðs, þá mun Hann líkna landinu.

Og ég trúi að við þurfum og eigum að halda áfram að leita Guðs, þegar þessi plága er afstaðin.

Eins og þið vitið getum við ekki lengur komið saman á sunnudögum, en við höfum verið að hittast 4-7 manns á þriðjudögum og föstudögum og gætt þess að virða fjarlægð og sótthreinsa.

S.l. sunnudag hittumst við í roki og rigningu 10 manns á Ráðhústorginu og báðum fyrir suðurnesjunum.

Næsta sunnudag er það hvatning mín til okkar að: við tökum bænagöngu í hverfinu okkar og biðjum fyrir fólkinu og göngum út á orðin í Jósúa bók 1.3. Hvern þann stað, er þér stígið fæti á, mun ég gefa yður, eins og ég sagði Móse.

Í trú tileinkum við Guði landið og í Hans ríki eru hvorki plágur né sjúkdómar.

Róm 8.31. Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss?

Að lokum, vitna ég í E.W Kenyon, sem sagði: Guð hefur ekki verið sigraður enn..og þegar við biðjum til Hans , þá biðjum við um hið ómögulega.

Guð blessi ykkur

Kristinn