Mikil kennsla flæðir nú yfir kirkjuna um föðurhjarta Guðs og kærleika Hans til sinna barna. Og óhætt er að segja að sú fræðsla er vissulega tímabær og hefur gefið nýja vakningu inn í kirkju Guðs.
En það sem er mjög mikilvægt á vakningar tímum, er að halda því sem við höfum, þ.e. þeim grunni sem við byggjum á.
Þegar Guð gefur eitthvað nýtt, þá ætlast Hann ekki til að við hendum því, sem Hann hefur áður sagt.
Þess vegna er mikilvægt, þegar við heyrum um föðurhjarta Guðs, að gleyma ekki hver Guð er.
Í Malakí 1.6. segir: Sonur heiðrar föður sinn og þjónn húsbónda sinn. Ef ég er faðir, hvar er þá virðingin sem mér ber? Ef ég er húsbóndi, hvar er þá lotningin sem mér ber? Svo segir Drottinn hersveitanna við ykkur, prestar, sem vanvirðið nafn mitt. En þið spyrjið: „Með hverju vanvirðum við nafn þitt?“ 7Þið berið fram óhreina fæðu á altari mitt og segið: „Hvernig óhreinkum við þig?“
Hér sjáum við hugtök, sem ekki er gefin mikill gaumur í dag. Heiður- virðing- lotning.
Það viriðist lítil kennsla vera í kirkju Jesú Krist, um að koma með lotningu fram fyrir Drottinn, bera virðingu fyrir orði Hans, eða heiðra nafn Hans.
Gamla boðorðið, „Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma,“ virðist löngu gleymt í okkar þjóðfélagi og jafnvel í kirkjunni.
Á alfa námskeiðinu sem nú stendur yfir lærum við um
1. Almennan vilja Guðs.
2. Ákveðin vilja Guðs.
Almennur vilji Guðs felur í sér að við berum virðingu fyrir Hans orði, og á alfa eru nefnd hugtök eins og : hjónaband, atvinna, peningar, börn og aldraðir ættingjar… að í öllu þessu þá greinum við rétt frá röngu.
Ef þú vilt ekki breyta eftir orði Guðs á þessum sviðum, af hverju ætti Guð þá að opinbera þér eitthvað meira ?
Ef þú ert ekki tilbúinn að breyta eftir eða virða þess grunn boðorð, af hverju ætti Guð að treysta þér fyrir sínu orði.
Hvaða fyrirtæki myndi vilja láta þig selja sína vöru, ef þú lítilsvirðir yfirmennina, talar illa um fyrirtækið og vöruna ? Það væri léleg kynning.
Jóh. 14.23 segir: „Jesús svaraði: „Sá sem elskar mig varðveitir mitt orð og faðir minn mun elska hann. “
Fólk lítur einnig til hinnar lifandi kirkju, og leitar að fyrirmynd.
1.Tím 3.15: „til þess að þú skulir vita, ef mér seinkar, hvernig á að haga sér í Guðs húsi, sem er söfnuður lifanda Guðs, stólpi og grundvöllur sannleikans“
Ég tel að við höfum ekki leyfi til að færa þennan stólpa úr stað, sama hve mikið faðirinn elskar okkur.
Ef við í raun meðtökum föðurhjarta Guðs og þann kærleika sem hann úthellir yfir okkur, þá er okkur ljúft að halda hans boð.
Í 1.Pét. 1.16 segir:“ Verið heilagir, því ég er heilagur.“ Hér sjáum við að sú krafa er gerð til þeirra sem kalla sig börn Guðs, að þau séu heilög eins og Guð er heilagur.
Hvað er þá að vera heilagur ? Jú, orðið felur í sér að vera frátekinn, það hefur lítið með klæðaburð að gera, en það hefur hins vegar mikið með samfélag okkar við Jesú að gera og það að við virðum Hann og Hans orð.
2. Tím 2. 19. segir: „En Guðs styrki grundvöllur stendur. Hann hefur þetta innsigli: Drottinn þekkir sína og hver sá, sem nefnir nafn Drottins, haldi sér frá ranglæti.“
Hér kemur aftur krafa um, að þeir sem nefna nafn Drottins og kenna sig við Hann, þeir haldi sér frá ranglæti.
Eru þetta ósanngjarnar eða erfiðar kröfur ?
Nei, það ætti að vera Guðs börnum eðlilegt að gera það sem rétt er og að vera frátekin fyrir Hann sem þau elska mest.
Ég vil enda á orðum Jóhannesar í 1.Jóh. 4:19, “ Vér elskum því Hann elskaði oss að fyrra bragði.
Að elska einhvern felur í sér að virða og heiðra.