Eins og þið sjáið, þá erum við byrjuð að hittast á laugardögum. Byrjum haustið á að tala um endatímana og endurkomu Krists. Snorri Óskarsson hefur verið nú þegar 2 sinnum með frábæra kennslu um þetta efni, sem hægt er að nálgast hér á heimasíðunni okkar. En best er að mæta, og geta spurt spurninga. Þetta er efni sem Snorri hefur rannsakað árum saman og mjög fróðlegt að hlusta.
Unglingastarfið okkar er einnig byrjað af fullum krafti og stefna þau á að vera með alfa námskeið á netinu.
Stefnan er að hafa haustmót helgina 24 október, ef covid plágan, ef covid plágan lætur undan. Við fáum góða gesti bæði frá Færeyjum og Danmörku, þannig biðjum góðan Guð að svo megi verða.
Við höldum áfram að leita Guðs og biðja fyrir landi og þjóð á þriðjudögum kl.17.00 og föstudögum kl.20.00