Komið haust einu sinni enn og dagskrá okkar aðeins breytt. Við erum byrjuð að hittast á laugardögum kl.10.00 þar sem við tökum fyrir ákveðið efni og ræðum síðan málin. Snorri Óskarsson byrjaði og kennir þennan mánuð um, endatíma og endurkomu Krists. Þegar búið að vera 2 svar og alveg frábær kennsla hjá Snorra. Það er hægt fyrir ykkur sem ekki komust að sjá þessa fræðslu á heimasíðu okkar.
Unglingastarfið er líka komið í gang, með unglingasamkomur á laugardögum og svo er stefnt á að byrja alfa, sem verður hægt að taka þátt í á netinu.
Við höldum áfram að biðja fyrir landi og þjóð á þriðjudögum og föstudögum.
Planið er einnig að hafa Haustmót helging 23-25 október, og fá góða gesti,frá Danmörku Lenu Löbner og frá Færeyjum Tummas Jaccobsen og fleiri. Bæn okkar að þetta verði mögulegt , þrátt fyrir Covid.
Núna 1 október er orðið ljóst að vegna Covid fáum við enga gesti til landsins, en ráðstefnan okkar verður engu að síður dagana 23-25 október og reiknum með að fá Lenu löbner til okkar „live“ eða í beinni á facebook föstudagskvöldið 23 okt kl.20.00 á facebooksíðu Hvítasunnukirkjunnar.