Nú, á forsíðu er plakat sem hægt er að smella á þar sem upplýsingar eru um mótið og samkomutíma.
Það er von okkar í Keflavík að þetta megi vera tími uppörvunar og endurnýjunar, auk þess að við eigum gott samfélag.
Við ætlum að hafa fjölbreytilega dagskrá. Það verða sönghópar frá Keflavík, Akureyri og hljómsveitin G.I.G verður með okkur fyrsta kvöldið. Ekki reyndar ákveðið enn hvort við fáum að Gospel kór Fíladelfíu í heimsókn á sunnudeginum, þegar þetta er skrifað.
Nú ræðumenn verða:
Fimmtudagur kl. 20.00 Kristinn Ásgrímsson
Föstudagur kl. 15.00 Guðni Hjálmarsson
Föstudagur kl. 20.00 Aron Hinnriksson
Laugardagur kl. 10.00 Karl Stefán Samúelsson
Laugardagur kl. 20.00 Snorri Óskarsson
Sunnudagur kl. 11.00 Vörður Traustason
Presturinn í Ytri Njarðvíkur kirkju hefur sýnt okkur þá velvild að lána okkur kirkjuna undir mótið og erum við honum innilega þakklát fyrir það. Þannig að síðasta samkoman verður sameiginleg samkoma með Njarðvíkur kirkju og mun þá séra Kjartan Jónsson vera prestur þann dag í fjarveru séra Baldurs. Kjartan er flestum okkar kunnur sem prestur samfélags sem heitir Salt.
Nú eins og fram kemur á plakatinu þá er yfirskrift þessa móts að: „Berjast trúarinnar góðu baráttu“
Margir vindar blása í hinum kristna heimi á þessud dögum og það er nauðsynlegt fyrir okkur að hafa hús okkar á „bjarginu“ og halda fast í þá trú sem okkur hefur verið í hendur seld. (Júd 1.3.)