Um þessar mundir er hér á landi 4 manna hópur frá Höfðaborg S-Afríku, eins og sagt var frá hér í síðustu færslu. Í hópnum eru 3 karlmenn og ein kona. Þau eru hér á landi í boði Vonarhafnar Kristlegs starfs í Hafnarfirði. Þar verða samkomur nú um helgina föstudag, laugardag og sunnudag kl. 20.00 alla dagana.
Hópurinn fór í þessari viku til Akureyrar og var einnig í Stykkishólmi á miðvikudagskvöld.
Ég vil vekja athygli á myndböndum þessarra gesta Hermans Abraham og Ron Botha (sem verður sett inn nú í kvöld.)
Þeir hafa gott og uppbyggilegt orð.
Kristinn Ásgrímsson