Við heyrum oft talað um smurninguna meðal hinna kristnu. Mikið var þetta smurt segir einhver, og sá sem er að koma í fyrsta skipti á samkomu eða stillir inn á Lindina hefur ekki hugmynd um hvað er verið að smyrja. Er þetta fólk kannski með innbyggða ljósavél eða hvað?
Hugmyndin er úr gamla testamenntinu þegar menn voru smurðir til konungs eðaprestaþjónustu. Þá var hellt olíu yfir höfðuð þeirra. Síðan er þetta tákræn merking fyrir smurningu Drottins.
Ef við hugleiðum aðeins af hverju það þarf að smyrja bílvél, þá er það vegna þess að í vélinni eru hlutir á hreyfingu. Ef vélin fær ekki smurolíu bræðir hún úr sér. Vél sem aldrei er gangsett getur hins vegar vel komist af án smurolíu.
Þannig er það einnig í hinu andlega : Jesús sagði, farið…. og þegar við förum kemur smurningin eða nærvera Drottins getum við líka kallað það. Í 2. korintubréfi 2.14 segir : En Guði séu þakkir sem fer með oss í óslitinni sigurför Krist, þar sem vér rekum erindi hans.
Hvatning mín til okkar er að vera á hreyfingu í Guðs ríkinu og þá mun smurning Guðs fylgja okkur.