Tónleikar

Idol-söngkona frá Ísrael á Íslandi

Hin frábæra söngkona, Israela Assogo, sem varð í öðru sæti í Idol í fyrra mun syngja hér í Reykjavík mánudagskvöldið 4. febrúar n.k.

Israela tilheyrir hópi Gyðinga sem búa í Eþíópíu, og hafa verið að flytja til Landsins helga undanfarin ár. Þessi heillandi söngkona hefur slegið rækilega í gegn í heimalandi sínu og víðar , með einstökum söng sínum og framkomu.

Tilgangur komunnar er að kynna Ísrael og opna fyrir stuðning innflytjenda til Landsins Helga. Þúsundir gyðinga í Eþíópíu, Indlandi og Suður-Ameríku eru á heimleið til Ísraels.

Margir Íslendingar hafa notið þess að fara á söguslóðirnar í Landinu helga og eru þeir og allir aðrir hvattir til að koma á þessa tónleika og hlusta á söng Israelu. Í upphafi tónleikanna kl.19.30 munu íslenskir söngvarar hita upp, þeirra á meðal Björg Pálsdóttir, Guðjón Guðjónsson, Herdís Hallvarðsdóttir,Gúðrún Tómasdóttir,Oddur Thorarensen og Kristín Ósk Gestsdóttir. Tónleikarnir hefjast síðan kl.20

Tónleikarnir fara fram, eins og fyrr sagði mánudagskvöldið 4. febr. n.k. og verða í sal Íslensku Kristkirkjunnar, Fossaleyni 14 (sömu götu og Egilshöll), Grafarvogi. Húsið opnar kl. 19:30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Undirbúningsnefndin.