September, mánuður til að leita Drottins.
Allt í einu er komið haust, biblíuskóli framundan hefst fimmtudaginn 1. október. Kennt verður á fimmtudögum og einnig a.m.k. einn laugardag í hverjum mánuði. Það eru spennandi viðfangsefni sem verður tekist á við, efni sem við heyrum kannski ekki svo mikið kennt um. En frá því verður sagt nánar síðar. Aðalkennari skólans og umsjónarmaður er Deborah Guðjónsson, en einnig mun Ron Botha kenna og Stefán Samúelsson og kannski fleiri.
En aftur að yfirskriftinni. Við höfum ákveðið að taka september frá til að leita Drottins og dvelja í nærveru Hans. Habakúk 2.1 talar um: “ að nema staðar og litast um“ það gerir Jeremía einnig í 6.kafla og 16. versi.
Við munum skipta mánuðinum í viku tímabil þar sem hver vika hefur sína yfirskrift eða þema.
En þema mánaðarins er að: Nema staðar og nálgast Drottinn, þar sem við eigum það fyrirheit að þá mun Hann: „nálgast okkur“ Jakobsbr. 4.8.
Við byrjum september með því að koma að borði Drottins ( Brauðsbrotningu) Þriðjudaginn 1.sept kl. 20.00. Siðan verða bænastundir alla virka daga kl. 06:30 og kl. 12.00 og kl.20.00.