Enn ein Kenyaferðin að baki og nýtt myndaalbúm komið inn.
Undanfarið höfum við hjónin farið 2 svar á ári til að kenna á biblíuskóla fyrir leiðtoga í Kenya. Það eru hjón frá U.S.A sem standa fyrir skólanum. Kennt er í 3 tveggja mánaða áföngum.
Eftir að hafa starfað í Kenya í nokkur ár, fengu þau hjónin Paul og Donna Tocco sýn fyrir því að opna biblíuskóla.
Margir voru með samkomuherferðir þar sem fólk frelsaðist, og þau tóku eftir því að pastorar voru oft nýfrelsaðir og höfðu lítin sem engan grundvöll í orðinu.
Í þetta skipti voru 15 nemendur ( sjá Myndaalbúm) og margir búnir að veita forstöðu kristilegu starfi árum saman.
En þörfin fyrir fræðslu er mjög augljós, einnig eru alls konar furðulegar kenningar til staðar.
En þetta var góður tími með þessu yndislega fólki.
Okkur var einnig boðið í hádegismat hjá indversku fólki sem var að halda upp á nýtt ár að hindúa sið. ( Sjá mynda albúm) Og þar rakst undirritaður á forláta Peguot bifreið sem hann varð að fá mynd af sér með. Átti svona bíl fyrir 15 árum.
Heimsókn okkar lauk með dönsku hjónunum Leif og Susanne Madsen sem reka skóla fyrir 550 börn og heimili fyrir u.þ.b. 100 börn, sem kirkjan okkar er tengiliður fyrir á Íslandi.
Það eru forréttindi að fá að taka þátt í verki Guðs í Afríku.
Skrifað af Kristinn Ásgrímsson