Haustmót Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík dagana 4-6 nóvember 2022.
Við fáum góða gesti , bæði frá Færeyjum og U.S.A.
Alan Tylor verður aðal ræðumaður og einnig mun vinur okkar Tummas Jacobsen þjóna til okkar, kannski meira í söng í þetta skipti.
Tummas þarf vart að kynna, hefur verið forstöðumaður Fíladelfíu í Þórshöfn til margra ára og margsinnis heimsótt okkur hér.
Alan Taylor er frá Alberta í Canada og byrjaði 19 ára gamall í þjónustu. Eftir að hafa lokið doktorsnámi frá New Life Bible College, starfaði Alan um nokkura ára skeið með Dr. Norvel Hayes, sem framkvæmdastjóri fyrir hans þjónustu og biblíuskóla.
Síðar flutti Alan til Tulsa þar sem hann býr nú , ásamt konu og tveimur börnum og hefur þjónað sem biblíu kennari þar í Prayer Center, (Dave Robinsson) ásamt að ferðast til m.a. til Brasilíu og kenna þar.
Hjartað í þjónustu Alans er að sjá fólk finna í sína köllun og verða ástfangið af Guði.
Við kynntumst Alan , í Tulsa þar sem við sóttum bænaráðstefnu hjá Dave Robinsson.
Dagskrá kemur síðar, en mótið hefst föstudaginn 4 nóv. kl.19.00.