Færeyjaferð

Nú er að koma að Færeyjarferð. Reyndar virðast vera verkföll í aðsigi og óvissa með alla atvinnustarfsemi. En eins og staðan er í dag, þá stefnum við á að fara 2.júní og koma heim hinn 8 sama mánaðar. Tilgangur fararinnar er að efla tengsl okkar við Færeyjar og einng að boða Guðs orð þar. Við verðum með mót ásamt tveimur Hvítasunnukirkjum í Færeyjum, Betanía á Sando og Fíladelfíu í Þórshöfn. Mótstaðurinn verður hins vegar á Sando, nánar í Skálavík. Þar er flott gistiheimili sem er einnig mjög góð ráðstefnu aðstaða.
Það hefst sumarmót föstudaginn 5 júní með samkomu í Depilinn Skálavík. Mótið stendur fram á laugardagskvöld. Það eru 35 manns skráðir í ferðina og mikil eftirvænting .
Skrifað af Kristinn Ásgrímsson