Nú líður að ljósanótt, sem er að verða nokkurs konar þjóðhátíð Reykjanesbæjar.
Bærinn iðar af mannlífi og alls konar sýningar tónleikar og aðrir menningarviðburðir eiga sér stað þessa daga. Hvítasunnukirkjan í Keflavík verður nú í fyrsta skipti með kynningar og sölutjald á ljósanótt. Við ætlum að kynna starfið okkar og hjálparstarfið í Afríku og bjóða um leið upp á lifandi tónlist. Auðvitað verður kaffi og meðlæti á boðstólnum.
Ljósanótt stendur yfir dagana 2-5 september. Hápunktur hátíðarinnar er þó laugardagskvöldið kl.23:15 þegar kveikt er á ljósunum.
Skrifað af Kristinn Ásgrímsson