Ljósanótt

Nú líður að ljósanótt, sem er að verða nokkurs konar þjóðhátíð Reykjanesbæjar.
Bærinn iðar af mannlífi og alls konar sýningar tónleikar og aðrir menningarviðburðir eiga sér stað þessa daga. Hvítasunnukirkjan í Keflavík verður nú í fyrsta skipti með kynningar og sölutjald á ljósanótt. Við ætlum að kynna starfið okkar og hjálparstarfið í Afríku og bjóða um leið upp á lifandi tónlist. Auðvitað verður kaffi og meðlæti á boðstólnum.
Ljósanótt stendur yfir dagana 2-5 september. Hápunktur hátíðarinnar er þó laugardagskvöldið kl.23:15 þegar kveikt er á ljósunum.

Skrifað af Kristinn Ásgrímsson