Það verður samkirkjuleg samkoma hér í Hvítasunnukirkjunni sunnudaginn 22 janúar kl.20.00
Þeir sem taka þátt eru þjóðkirkjurnar á svæðinu, ásamt Aðventkirkjunni, Hjálpræðishernum og Hvítasunnukirkjunni.
Þetta er þriðja sameiginlega samkoman sem við höldum, sú fyrsta var í október í Keflavíkurkirkju og síðan vorum við í nóvember í Útskálakirkju.
Þetta hafa verið mjög ánægulegar samverur og gott að efla einingu og kynnast betur.
Vörður Traustason verður ræðumaður í þetta sinn og sönghópar kirknanna taka þátt.
Skrifað af Kristinn Ásgrímsson