Barnahjálp

Ef þú skoðar síðuna hér fyrir neðan, þá er gott að geta þess, að byggingu drengjaheimilisins er nú lokið, og reyndar var reist bygging í millitíðinni sem tekur 600 börn í skóla. Sú framkvæmd tafði byggingu drengjaheimilisins. Kristinn Ásgrímsson og Snorri Óskarsson voru viðstaddir vígslu drengjaheimilisins í febrúar s.l. 2018.

Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar.

 

Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð.


Árið 1994 fluttu dönsku hjónin Leif og Susanne Madsen til Kenya með fimm börnum sínum. Þau höfðu hugsjón fyrir því að vinna með börnum. Í dag reka þau skóla fyrir u.þ.b. 500 börn og eru með um 100 börn í heimili.
 

Einnig reka þau tvö neyðar athvörf í Nakuru Kenya, þar sem þau búa. Starfsemin fer fram inni á lokuðu svæði sem tilheyrir kirkju sem heitir Fíladelfía og er David Ford pastor kirkjunnar einnig samstarfsmaður þeirra hjóna.

Þú getur lesið allt um starfið þeirra hér.

 

Fyrir rúmu ári síðan fórum við tveir í heimsókn til Kenya frá Hvítasunnukirkjunni í Keflavík, til að kynna okkur starfsemina, þar sem kirkjan okkar hafði þá þegar tekið þátt í starfinu.

Í þeirri ferð var það ákveðið að kirkjan okkar yrði tengiliður "New Life Africa International" á Íslandi.

 

Þegar við komum á staðin var nýbúið að byggja stúlknaheimili, veglegt hús fyrir um 60 stúlkur. Hins vegar gista drengirnir enn í hreysi.Við fengum þá hjarta fyrir að sjá nýtt hús rísa fyrir drengina. Í dag erum við í Hvítasunnukirkjunni með átak í gangi, sem við köllum: "Byggjum drengjaheimili Kenya "

Við höfum haldið þrenna tónleika og þegar hefur safnast u.þ.b. 900.000 kr.

Núna erum við með pennasölu og einnig með frábæran geisladisk sem var gefin í þetta verkefni.Við trúum að það sé satt sem biblían segir að sá sem líknar fátækum, hann lánar Drottni.

 

Hvað getur þú gert?

 

Framtíð barns getur verið í þínum höndum.

Þú getur stutt barn í Kenya.

Þú getur hjálpað til að koma þaki yfir heimilislausa drengi.

 

Núna er í gangi átak, til að byggja drengja heimili. Við viljum gjanan senda þér geisla disk eða penna, ef þú vilt hjálpa. Penninn kostar kr. 1000 og geisladiskurinn kr. 1500.

Sendu okkur tölvupóst á   hvitkef@simnet.is

Eða hringdu í síma 8963776 eða 6977993.

Bankareikningur vegna drengjaheimilis er: 0121-15- 200697  kt. 620180 0259

Bankareikningur stuðningsbarna er: 0121-05-411999  kt. 6201800259

            

 Þessi diskur er gefinn út 2006, en hefur                       Þessi penni, og fleiri gerðir á 1000 kr. 
 ekki verið í sölu fyrr en nú, að hann er 
 gefinn til Barnahjálparinnar og allt andvirði 
 hans rennur óskipt til drengjaheimilisins             

Hér eru myndir frá styrktarsölu, sem þessi ungi maður setti upp í Skansinum við Reykjanesbraut. Það er verið að selja greni og fleria til styrktar drengjaheimilinu.


                        

Flettingar í dag: 183
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 536
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 1487045
Samtals gestir: 202280
Tölur uppfærðar: 10.4.2020 06:22:58