Færslur: 2011 Mars

27.03.2011 14:40

Heimsókn Prasanna Kumar

Hér á landi er staddur mjög góður vinur og sérstakur Guðs maður. Prasanna Kumar er búinn að vera í þjónustu Drottins í meira en 40 ár og hefur starfað á hættusvæðum á Indlandi. Hans hugsjón og hjarta snýst um að reisa upp hópa sem vilja biðja fyrir þjóðunum.
Kumar er á Akureyri þegar þetta er skrifað, hefur þegar verið eina viku í Vestmannaeyjum, þar sem hann kom með orð beint inn í kringumstæður og var mikil blessun fyrir söfnuðinn.

Kumar verður síðan það sem eftir er tíma hans hér á landi í Keflavík. Hann mun halda utan mánudaginn 11. apríl.

En dagskráin hér fyrir sunnan er sem hér segir:
Samkomur þar sem Prasanna Kumar þjónar.

Þriðjudagur 29. marz kl. 20.00  í Hvítasunnukirkunni Keflavík

Föstudagur   1. apríl    kl. 20.00   Vonarhöfn Hafnarfirði.
Laugardagur 2. apríl   kl.10-16   Bæanadagur Hvítasunnukirkjunni Keflavík
Sunnudagur  3. apríl   kl. 11.00  Samkoma Hvítasunnukirkjunni Keflavík.
Sunnudagur  3. apríl   kl. 14.00  
Samkoma Alþjóðakirkjan Fíladelfíu Reykjavík

Þriðjudagur    5. apríl     kl. 20.00   Bæn  Hvítasunnukirkjunni Keflavík
Miðvikudagur 6. apríl     kl. 20.00   Bæn Hvítasunnukirkjunni Keflavík
Fimmtudagur 7. apríl     kl. 20.00   Bæn Hvítasunnukirkjunni Keflavík
Föstudagur    8. apríl     kl. 20.00   Bæn Hvítasunnukirkjunni Keflavík

Sunnudagur   10. apríl   kl. 11.00   Kveðjusamkoma fyrir Kumar

17.03.2011 18:14

Komin heim frá Kenya

Nú erum við hjónin komin heim eftir 4 ferðina til Nakuru í Kenya. Það var erfitt að yfirgefa sólina og hitann og koma hér heim í kulda og snjó.
Andlega talað þá er það sama tilfinning. Hvað áttu við spyr þú, jú það er einstakt hve mikil gleði ríkir í hjörtum þessa fólks, þrátt fyrir mikla fátækt.
Ég kenndi þarna á biblíuskóla fyrir innfædda pastora í viku. En um leið og ég kenndi þá lærði ég líka. Þeir geta svo sannarlega kennt okkur að lofa Guð.

Við eyddum síðan 3 dögum með dönsku hjónunum Leif og Susanne Madsen sem eru mörgum kunn hér á landi.
Hvítasunnukirkjan í Keflavík hefur verið tengiliður fyrir barnastarf þeirra í Nakuru.
Þau sendu öllum kærar kveðjur og það gerðu einnig börnin sem eru þakklát fyrir ykkur sem takið þátt í þeirra lífi.

Endilega skoðið myndir í myndaalbúmi Kenya 2011
  • 1
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 536
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 1486902
Samtals gestir: 202279
Tölur uppfærðar: 10.4.2020 05:49:22